Fara í efni

Bæjarráð

43. fundur 26. febrúar 2020 kl. 15:00 - 18:40 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Almannavarnir - Suðurnesjabær

1912034

Gestir fundarins Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri, Ólafur Helgi Kjartansson og Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar og varamaður í Almannavarnarnefnd.
Afgreiðsla:

Umræða um almannavarnir.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

2001039

Viðauki 2 -Auðarstofa
Afgreiðsla:

Viðauki 2 vegna Auðarstofu samþykktur.

3.Sameiginleg atvinnustefna fyrir Suðurnes

2002046

Erindi frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 20.02.2020.
Afgreiðsla:

Samþykkt að Suðurnesjabær taki þátt í að móta sameiginlega atvinnustefnu fyrir Suðurnesin.

4.Umsókn um rekstrarleyfi til veitingu veitinga í flokki II - Gólfklúbbur Suðurnesja

2002039

Beiðni um umsögn frá Sýslumanninum á Suðurnesjum vegna rekstrarleyfis fyrir Golfklúbb Suðurnesja.
Afgreiðsla:

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfið sé veitt.

5.verkfall hjá starfsmönnum

2002053

Mögulegt verkfall hjá starfsmönnum sem greiða í STFS.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

6.Kæra útboðs

2002019

Frá Kærunefnd útboðsmála vegna ákvörðunar Suðurnesjabæjar um að ganga til samninga við Verkís. Lögmenn Lækjargötu f.h. Yrkis arkitekta ehf.
Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar. Jafnframt var svar Suðurnesjabæjar lagt fram sem þegar hefur verið sent til Kærunefndar útboðsmála.

7.Suðurnes-samstarf um heimsmarkmið SÞ

1902040

Yfirlit yfir dagsetningar funda vegna samstarfsvettvangs um heimsmarkmið.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

8.Samstarfssamningar félagasamtök

1901039

Á 42. fundi bæjarráðs var málinu frestað og formanni bæjarráðs og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Samningar við Knattspyrnufélagið Reyni, Knattspyrnufélagið Víði, Íþróttafélagið Nes og Taekwondodeild Keflavíkur samþykktir í samræmi við minnisblaðið og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarstjóra falið að skrifa undir samninga. Formanni bæjarráðs falið að ræða við Golfklúbb Sandgerðis og samningur við Golfklúbbinn verði lagður til staðfestingar í bæjarstjórn.

9.Almannavarnir VHF talstöðvakerfi

2002014

Á 42. fundi bæjarráðs var málinu frestað.
Afgreiðsla:

Samþykkt að styrkja björgunarsveitirnar í Suðurnesjabæ um samtals kr. 500.000 vegna kaupa á VHF talstöðvum sem nauðsynlegar eru til að tryggja samskipti ef til straumleysis kemur.

10.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda

1902033

Erindi frá Golfklúbbi Suðurnesja dags.20.02.2020.
Afgreiðsla:

Málinu frestað.

11.Stýrihópur um uppbyggingu nýs leikskóla í Suðurnesjabæ

1912012

Minnisblað frá stýrihóp um uppbyggingu nýs leikskóla í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:

Bæjarráð tekur undir leið tvö varðandi staðsetningu í minnisblaðinu og vísar málinu til framkvæmda- og skipulagsráðs.

12.Suðurnesjabær - fjárhagsáætlun 2020

1907045

Minnisblað frá deildarstjóra frístundamála vegna íþróttamannvirkja.
Afgreiðsla:

Málinu frestað.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Getum við bætt efni síðunnar?