Fara í efni

Bæjarráð

42. fundur 12. febrúar 2020 kl. 15:00 - 18:40 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Suðurnesjabær - fjárhagsáætlun 2020

1907045

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og deildarstjóra frístundadeildar.
Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir að farið verði eftir tillögu minnisblaðsins þar sem umrædd stöðugildi eru áður samþykkt en fjárheimildir vantaði. Bæjarstjóra falið að leggja fram viðauka.

2.Samstarfssamningar félagasamtök

1901039

1) Drög að samstarfssamningi við Knattspyrnufélagið Reyni
2) Drög að samstarfssamningi við Knattspyrnufélagið Víði
3) Drög að samstarfssamningi við Golfklúbb Sandgerðis
4) Drög að samstarfssamningi við Nes
5) Drög að samstarfssamningi við Taekwondo deild Keflavíkur
Afgreiðsla:

Afgreiðslu málsins frestað og formanni bæjarráðs ásamt bæjarstjóra falið að vinna málið áfram miðað við umræður.

3.Ljósleiðarakerfi í Suðurnesjabæ

1912023

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og verkefnisstjóra á skipulags- og umhverfissviði.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir tillöguna og sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

4.Jafnlaunavottun innleiðing

1908032

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um stöðu jafnlaunavottunar.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir tillöguna og sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

5.Bæjarskersrétt - námskeið - erindi

2001099

Beiðni frá Bjarka Wium um leyfi landeiganda til að vinna að endurbótum á Bæjarskersrétt.
Afgreiðsla:

Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og skipulagsráðs.

6.Átak til að bæta starfsumhverfi leikskóla í Suðurnesjabæ

1911026

Minnisblað deildarstjóra fræðsluþjónustu.
Afgreiðsla:

Lagt fram og óskað eftir frekari upplýsingum.

7.Starfshópur um efnahagsþróun á norðurslóðum

2002004

Erindi frá Utanríkisráðuneyti dags. 31.01.2020.
Afgreiðsla:

Bæjarstjóra falið að vinna að málinu.

8.Heilbrigðisþjónusta í sveitarfélaginu

1812011

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

9.Menntastefna

2001051

Á 21. fundi bæjarstjórnar var máli 7 frá 14 fundi fræðsluráðs vísað til bæjarráðs til umfjöllunar.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir að vinna að gerð menntastefnu fyrir Suðurnesjabæ og felur sviðsstjóra að vinna tillögu að fyrirkomulagi þeirrar vinnu.

10.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda

1902033

a) Erindi frá Golfklúbbi Sandgerðis dags.28.01.2020.
b) Erindi frá Kiwanisklúbbnum Hof dags. 29.01.2020.
c) Erindi frá Útskálasókn dags. 03.02.2020.
d) Erindi frá Lionsklúbbi Sandgerðis dags. 11.02.2020.
Afgreiðsla:

Samþykkt að verða við erindum frá Kiwanisklúbbnum Hof, frá Útskálasókn og frá Lionsklúbbi Sandgerðis. Erindi frá Golfklúbbi Sandgerðis er afgreitt í samræmi við samning.

11.Sandgerðishöfn starfshópur um rekstur - fundargerðir

1912013

Minnisblað frá starfshópi vegna Sandgerðishafnar.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga og veitir fjárheimild allt að kr. 3.4 milljónir í samræmi við minnisblað. Bæjarstjóra falið að gera viðauka vegna málsins.

12.Suðurnesjabær - greining rekstrar og starfsemi

2001070

Á 21. bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar var afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt að ganga til samninga skv. minnisblaðinu.

13.Keilir - húsnæðismál

2001028

Áreiðanleikakönnun.
Afgreiðsla:

Lagt fram og rætt.

14.Almannavarnir VHF talstöðvakerfi

2002014

Beiðni frá Björgunarsveitinni Ægi og Björgunarsveitinni Sigurvon um aðstoð við kaup á VHF talstöðvum.
Afgreiðsla:

Málinu frestað.

15.Öskudagur í Suðurnesjabæ

2002016

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Afgreiðsla:

Bæjarráð felur félagsmiðstöðum unglinga í Suðurnesjabæ að halda utan um viðburði í tengslum við Öskudag fyrir börn í bænum.

16.Rauða krossinn á Íslandi. Suðurnesjadeild

1810064

Fundargerð samráðshópur um áfallahjálp dags. 05.02.2020
Afgreiðsla:

Lagt fram.

17.Bjarg Húsnæði stofnframlag

1806474

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
Afgreiðsla:

Bæjarráð telur rétt að vinna samkvæmt minnisblaðinu og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

18.Náttúruminjasafn Íslands - ósk um lán á uppsettum rostungi

1912035

Rostungslán afþakkað.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

19.Jafnréttisþing 2020

1912056

Skráning er hafin á jafnréttisþing sem fram fer 20. febrúar.
Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar. Formaður bæjarráðs mun sækja þingið ásamt embættismönnum.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Getum við bætt efni síðunnar?