Fara í efni

Bæjarráð

41. fundur 29. janúar 2020 kl. 15:00 - 18:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá
--------------------------------

Rut Sigurðardóttir, deildarstjóri frístundadeildar, sat fundinn undir fyrsta dagskrárlið.

1.Heilsueflandi samfélag í Suðurnesjabæ

2001072

Tillaga um skipun stýrihóps Heilsueflandi samfélags í Suðurnesjabæ. Rut Sigurðardóttir deildarstjóri frístundadeildar sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Tillaga um skipun stýrihóps samþykkt.

2.Suðurnesjabær - greining rekstrar og starfsemi

2001070

Minnisblað bæjarstjóra.
Afgreiðsla:

Minnisblað lagt fram og samþykkt.

3.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2019-2020

1910088

Úthlutun byggðakvóta.
Afgreiðsla:

Samþykkt að óska eftir við atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneyti að þar sem ekki er löndunarhöfn í byggðarlaginu Garði, verði fullgilt að fiskiskip sem þar eru skráð og fá úthlutað byggðakvóta, landi afla sem telst til byggðakvóta í öðru byggðarlagi, en til vinnslu í byggðarlaginu Garði.

4.Vatnsveitur og rekstur þeirra

2001055

Erindi frá samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneyti varðandi rekstur vatnsveita sveitarfélaga.
Afgreiðsla:

Samþykkt að fela bæjarstjóra að taka saman upplýsingar og svara erindinu.

5.Bókasöfn Suðurnesjabæjar

1906011

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og skólastjóra Sandgerðisskóla.
Afgreiðsla:

Samþykkt að unnið verði eftir tillögum í minnisblaðinu.

6.Safnahelgi á Suðurnesjum 2020

1911072

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt að unnið verði eftir tillögum í minnisblaðinu.

7.Könnun á viðhorfi íbúa

1910006

Niðurstöður úr könnun Gallup á viðhorfi íbúa
Afgreiðsla:

Bæjarráð lýsir ánægju með niðurstöður könnunar Gallup en samkvæmt niðurstöðum hennar eru íbúar sveitarfélagsins almennt ánægðir með þjónustuna. Suðurnesjabær er í öðru sæti á landsvísu varðandi ánægju með þjónustu grunnskóla og hversu vel starfsfólk sveitarfélagsins leysir úr erindum. Niðurstöður könnunarinnar eru áhugaverðar og munu nýtast til að bæta þjónustu sveitarfélagsins enn frekar.

8.Samband íslenskra sveitarfélaga landsþing 2020

2001064

Boðun á XXXV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 26. mars 2020.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

9.Suðurnes-samstarf um heimsmarkmið SÞ

1902040

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt að fela sviðsstjóra að fylgja minnisblaðinu eftir.

10.Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024 breytingar

1901001

Tillaga um breytingu á svæðisskipulagi Suðurnesja.
Afgreiðsla:

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við breytingar á svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024.

11.Fjölskyldusvið starfsmannamál

1904019

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt að veita heimild til að ráða starfsmann í tímabundið starf til afleysinga vegna veikinda.

12.Suðurnesjabær - afskriftir

2001084

Tillaga um ráðstöfun af niðurfærslureikningi vegna gamalla krafna.
Afgreiðsla:

Tillaga um ráðstöfun af niðurfærslureikningi samþykkt.

13.Málþing og ráðstefnur

1903032

Til kynningar:
a) Local Action. Global Shift ? Living the Sustainable Development Goals - Ráðstefna um loftslagsmál.
b) Innkaupadagur Ríkiskaupa
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?