Fara í efni

Bæjarráð

40. fundur 15. janúar 2020 kl. 15:00 - 17:20 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Álfhildur Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

2001039

Viðauki 1/2020, framlög til íþróttafélaga.
Afgreiðsla:

Viðauki samþykktur og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

2.Málefni SSS

1912055

Minnisblað dags. 20.11.2019 frá framkvæmdastjóra SSS.
Afgreiðsla:

Bæjarráð styður við erindið og felur bæjarstjóra að vinna að málinu áfram.

3.Keilir - húsnæðismál

2001028

Bókun stjórnar SSS dags. 18.12.2019 um málefni Keilis.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

4.Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun 2018-2022

1903067

Minnsiblað frá bæjarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um tilnefningu jafnréttisfulltrúa Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:

Samþykkt að tilnefna sviðsstjóra stjórnsýslusviðs sem jafnréttisfulltrúa Suðurnesjabæjar.

5.Tjarnargata 4 Skýlið

1806571

Minnisblað frá bæjarstjóra.
Afgreiðsla:

Samþykkt að fela formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

6.Gjaldskrá: Sandgerðishöfn

1806805

Gjaldskrá Sandgerðishafnar 2020
Afgreiðsla:

Gjaldskrá Sandgerðishafnar fyrir árið 2020 er samþykkt og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

7.Sandgerðishöfn - framkvæmdir og starfsemi hafnarinnar

1812031

Minnisblað um endurnýjun hafnarvogar.
Afgreiðsla:

Samþykkt að fara að tillögu hafnarstjóra um endurnýjun hafnarvogar. Bæjarstjóra falið að láta leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun vegna málsins.

8.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2019-2020

1910088

Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2019-2020. Úhlutun til byggðasamlaganna í Suðurnesjabæ eru 87 þorskígildislestir í Sandgerði og 146 í Garði.
Afgreiðsla:

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

9.Sýslumaðurinn á Suðurnesjum umsókn um tækifærisleyfi - ósk um umsögn

1902008

Umsögn um tækifærisleyfi vegna Herrakvölds Reynis 29. febrúar 2020.
Afgreiðsla:

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir um að leyfið sé veitt.

Fundi slitið - kl. 17:20.

Getum við bætt efni síðunnar?