Fara í efni

Bæjarráð

39. fundur 18. desember 2019 kl. 15:00 - 17:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Nám utan lögheimilisssveitarfélags Reglur Suðurnesjabæjar

1907063

Á 17. fundi bæjarstjórnar var samþykkt samhljóða að vísa málum númer tvö og þrjú í fundargerð 10. fundar Fræðsluráðs til umfjöllunar í bæjarráði.
Afgreiðsla:

Reglurnar samþykktar samhljóða með breytingu á 1. tl. 4.gr. þar sem við bætist "og sérhæft kennsluúrræði er ekki til staðar í Suðurnesjabæ".

2.Reglur um flýtingu náms

1909042

Á 17. fundi bæjarstjórnar var samþykkt samhljóða að vísa málum númer tvö og þrjú í fundargerð 10. fundar Fræðsluráðs til umfjöllunar í bæjarráði.
Afgreiðsla:

Reglurnar samþykktar og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

3.Sandgerðishöfn - framkvæmdir og starfsemi hafnarinnar

1812031

Minnisblað frá bæjarstjóra og hafnarstjóra.
Afgreiðsla:

Minnisblað lagt fram og mál í vinnslu.

4.Lög og reglugerðir til umsagnar

1902075

Tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 og samgönguáætlun 2020-2034.
Afgreiðsla:

Eftirfarandi ályktun bæjarráðs Suðurnesjabæjar um þingsályktun um samgönguáætlun 2020-2024 samþykkt samhljóða:

- Það eru sameiginlegir hagsmunir allra landsmanna og að tvöföldun Reykjanesbrautar sé lokið fljótt og vel alveg frá Hafnarfirði og að Rósaselstorgi í Suðurnesjabæ. Bæjarráð lýsir vonbrigðum með að í drögum að samgönguáætlun sé ekki gert ráð fyrir að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar fyrr en á tímabilinu 2025-2029.
- Byggja þarf upp veginn milli Garðs og Sandgerðis í Suðurnesjabæ, sem ber ekki alla þá umferð sem um hann fer. Þetta verkefni verði í forgangi til að tryggja uppbyggingu og framgang í nýju sveitarfélagi og auka umferðaröryggi. Þá er nauðsynlegt að ráðast í löngu tímabærar viðhaldsframkvæmdir á þjóðvegunum að byggðakjörnum í Suðurnesjabæ. Bæjarráð bendir á að ljúka þarf við síðasta áfangann í endurbyggingu Strandgötu í Sandgerði. Þá er mikilvægt að Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem er innan sveitarfélagsins, sé tengd byggðinni í Sandgerði og Garði með göngu- og hjólreiðastíg.
- Mikilvægt er að heildstætt mat fari fram á sjóvörnum með allri strandlengju Suðurnesjabæjar. Vegna loftslagsbreytinga er áætlað að sjávarstaða muni hækka til framtíðar og því nauðsynlegt að meta ástand sjóvarna og vinna áætlun um úrbætur.
- Bæjarráð leggur áherslu á að hraðað verði rannsóknum á innsiglingu Sandgerðishafnar. Jafnframt að lagt verði mat á ástand Suðurgarðs. Tryggja þarf að Sandgerðishöfn geti staðið undir hlutverki sínu sem önnur af tveimur fiskihöfnum á Suðurnesjum til framtíðar.
- Tryggja þarf að almenningssamgöngur séu raunhæfur kostur fyrir íbúa Suðurnesjabæjar.

Bæjarstjóra og formanni bæjarráðs falið að funda með samgönguyfirvöldum varðandi framangreint.

5.Jól og áramót 2019

1911003

Fyrirkomulag áramótabrenna í Suðurnesjabæ 2019.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

6.Náttúruminjasafn Íslands - ósk um lán á uppsettum rostungi

1912035

Beiðni frá Náttúruminjasafni Íslands dags. 10.12.2019, ósk um lán á uppsettum rostungi í húsnæði Þekkingarseturs Suðurnesja og álit frá Þekkingarsetri Suðurnesja dags. 11.12.2019 um erindið.
Afgeiðsla:

Samþykkt að lána Náttúruminjasafni Íslands rostunginn enda sé það framkvæmanlegt og tryggt að hvorki Suðurnesjabær né Þekkingasetur Suðurnesja beri kostnað af.

7.Þróun lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar

1806379

Undirritað samkomulag um verkefnið, ásamt erindi frá fjármála-og efnahagsráðuneyti dags. 16.12.2019 þar sem óskað er eftir tilnefningu í stjórn Kadeco.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Bæjarráð lýsir ánægju með að undirritað samkomulag liggi fyrir og tilnefnir Ólaf Þór Ólafsson og Laufey Erlendsdóttur sem fulltrúa Suðurnesjabæjar í stórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar.


8.Fjölskyldusvið: fræðsluþjónusta

1807110

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs, varðandi fræðsludeild og stöðu sérfræðinga. Þar sem ekki hefur tekist að ráða sálfræðing til starfa er lagt til að gerður verði samningur við Sálfræðistofu Suðurnesja um tiltekna þjónustu.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir að gengið verði frá samningi við Sálfræðistofu Suðurnesja, eins og lagt er til í minnisblaðinu.

9.Göngustígur milli Garðs og Sandgerðis

1809097

Drög að samningi við Vegagerðina um fjármögnun framkvæmda.
Afgreiðsla:

Samþykkt að fela bæjarstjóra að undirrita samninginn við Vegagerðina fyrir hönd Suðurnesjabæjar.

10.Starfshópur um stöðu og rekstur Sandgerðishafnar - 1

1912011F

1. fundur dags. 12.12.2019.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni síðunnar?