Fara í efni

Bæjarráð

38. fundur 11. desember 2019 kl. 15:00 - 17:50 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Rekstraryfirlit 2019

1908012

Rekstraryfirlit janúar-nóvember 2019.
Elísabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir rekstraryfirlit.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

2.Átak til að fjölga leikskólakennurum í Suðurnesjabæ

1911026

Á 19. fundi bæjarstjórnar var 12. máli frá fundi fræðsluráðs dags 19. nóvember vísað til bæjarráðs til frekari umfjöllunar.
Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Kristín Helgadóttir deildarstjóri fræðsludeildar sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:

Lagt fram og vísað til frekari vinnslu hjá fjölskyldusviði og stjórnsýslusviði.

3.Erindi - kirkjuheimsóknir nemenda

1911087

Erindi frá safnaðarnefnd Útskálasóknar, dags. 25. nóvember 2019 og erindi frá Kvenfélaginu Gefn (ódagsett). Í erindunum er harmað að aðventuheimsóknir nemenda í Gerðaskóla til Útskálakirkju í aðdraganda jóla hafi verið lagðar af.
Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Kristín Helgadóttir deildarstjóri fræðsludeildar sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:

Bæjarráð bendir á að bæjarstjórn hafi ekki mótað stefnu varðandi heimsóknir nemenda grunnskóla í kirkju í aðdraganda jóla og erindunum vísað til fræðsluráðs til umræðu.

4.Lög og reglugerðir til umsagnar

1902075

a)391. mál frá nefndarsviði Alþingis um frumvarp til laga
um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum, forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði.
b)434. og 435. mál frá nefndarsviði Alþingis um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024.
Afgreiðsla:

Mál a) lagt fram, máli b) frestað.

5.Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur

1905020

Sjólyst, horft til framtíðar erindi dags. 02.12.2019.
Í erindinu er m.a. lagt til að skipaður verði starfshópur til að vinna að endurnýjun samstarfssamnings milli Suðurnesjabæjar og hollvinafélagsins og móta framtíðarsýn um húsið Sjólyst og starfsemi þar.
Afgreiðsla:

Samþykkt að fela formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að eiga fund með fulltrúum hollvinafélagsins um erindið.

6.Flugvallakostir á suðvesturhorni landsins - skýrsla

1912008

Skýrsla um flugvallakosti á suðvesturhorni landsins (tekin af vef stjórnarráðsins).
Afgreiðsla:

Lagt fram.

7.Sandgerðishöfn - framkvæmdir og starfsemi hafnarinnar

1812031

Minnisblað frá hafnarstjóra vegna hafnarvogar.
Afgreiðsla:

Samþykkt að veita heimild til að leita tilboða í nýja hafnarvog.

8.Ferskir vindar - Alþjóðleg listahátíð

1810021

Minnisblað frá bæjarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um listahátíðina Ferska vinda sem fara fram í Suðurnesjabæ í desember 2019 og fram í janúar 2020.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

9.Viðurkenningar

1812040

Minnisblað um viðurkenningar vegna jólaskreytinga í Suðurnesjabæ fyrir jólin 2019.
Afgreiðsla:

Samþykkt að fram fari val á ljósahúsi og jólahúsi Suðurnesjabæjar. Íbúum verði boðið að senda tilnefningar og dómnefnd annast val og veitir verðlaun. Samþykkt að Rakel Ósk Eckard, Jón Ragnar Ástþórsson og Einar Friðrik Brynjarsson, verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði skipi dómnefnd árið 2019. Samþykkt að vísa vali á viðurekenningum jólahúsa frá og með árinu 2020 til Ferða-, safna- og menningarráðs.

10.Stýrihópur um uppbyggingu nýs leikskóla í Suðurnesjabæ

1912012

Fundargerð 2. fundar stýrihóps dags. 03.12.2019.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

11.Öldungaráð Suðurnesja-fundargerðir 2019

1901053

Fundur stjórnar dags. 11.11.2019.
Afgreiðsla:

Lagt fram og vísað til öldungaráðs Suðurnesjabæjar.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Getum við bætt efni síðunnar?