Fara í efni

Bæjarráð

37. fundur 27. nóvember 2019 kl. 15:00 - 19:40 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá
---------------------

Elísabet Þórarinsdóttir, fjármálastjóri sat fundinn undir liðum 1 - 3.

1.Suðurnesjabær - fjárhagsáætlun 2020

1907045

Drög að fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2020-2023, ásamt drögum að þjónustugjaldskrá.
Afgreiðsla:

Samþykkt að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu í bæjarstjórn. Bæjarráð samþykkir að íbúafundur um fjárhagsáætlun fari fram mánudaginn 2. desember kl.18.00.

Bæjarráð telur að skoða verði fjárhagsstöðu Sandgerðishafnar sérstaklega í ljósi þess sem fram kemur í tillögum að fjárhagsáætlun ársins 2020. Bæjarstjóra er falið að gera tillögu að skipan starfshóps sem fer yfir stöðu og rekstur hafnarinnar og skilar tillögum til bæjarráðs í mars árið 2020. Tillaga bæjarstjóra að skipan hópsins verði lögð fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

2.Fjárhagsáætlun 2019 - viðaukar

1901025

a) Viðauki 14 - laun og tengd gjöld.
b) Viðauki 15 - annar grunnskólakostnaður.
c) Viðauki 16 - Sandgerðisskóli.
d) Viðauki 17 - skrifstofa félagsþjónustu.
Afgreiðsla:

Viðaukar samþykktir og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

3.Rekstraryfirlit 2019

1908012

Rekstraryfirlit 01.01.2019 - 31.10.2019.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

4.Leikskólamál

1901013

Fundargerð 1. fundar stýrihóps um uppbyggingu nýs leikskóla í Suðurnesjabæ dags. 19.11. 2019.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

5.Þróun lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar

1806379

Drög að samkomulagi um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar.
Afgreiðsla:

Lagt fram og vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

6.Sandgerðishöfn bifreiðarmál

1911086

Minnisblað frá hafnarstjóra Sandgerðishafnar, þar sem óskað er eftir heimild til að endurnýja bifreið fyrir starfsemi hafnarinnar.
Afgreiðsla:

Samþykkt að veita heimild, allt að kr. þremur milljónum, til kaupa á bifreið fyrir Sandgerðishöfn.

7.Forkaupsréttur fiskiskipa

1903011

Borist hafa kauptilboð í fiskiskipið Von GK-113 með skipaskráningarnúmerið 2733. Samkvæmt 12. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða á sveitarfélagið forkaupsrétt við sölu skipanna. Skipið verður selt án aflaheimilda.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir að Suðurnesjabær hafni forkaupsrétti sínum skv. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.

Fundi slitið - kl. 19:40.

Getum við bætt efni síðunnar?