Fara í efni

Bæjarráð

35. fundur 13. nóvember 2019 kl. 15:00 - 17:40 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir aðalmaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Suðurnesjabær - fjárhagsáætlun 2020

1907045

Afgreiðsla:

Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 lagðar fram og vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætanagerð.

2.Tjarnargata 4 Skýlið

1806571

Erindi frá knattspyrnudeild Reynis dags. 31.10.2019 um að samningur um afnot félagsins af Tjarnargötu 4 verði framlengdur til ársloka 2020.
Afgreiðsla:

Erindið lagt fram og afgreiðslu frestað.

3.Kjörnar nefndir: erindisbréf

1808028

Erindisbréf íþrótta-og tómstundaráðs, til umfjöllunar í bæjarráði sbr. samþykkt 18. fundar bæjarstjórnar.
Afgreiðsla:

Afgreiðslu frestað þar til erindisbréf annarra fastanefnda Suðurnesjabæjar liggja fyrir til afgreiðslu.


4.Kjörnar nefndir: erindisbréf

1808028

Erindisbréf ferða-, safna-og menningarráðs, til umfjöllunar í bæjarráði sbr. samþykkt 18. fundar bæjarstjórnar.
Afgreiðsla:

Afgreiðslu frestað þar til erindisbréf annarra fastanefnda Suðurnesjabæjar liggja fyrir til afgreiðslu.

5.Kjörnar nefndir: erindisbréf

1808028

Tillaga að nýju erindisbréfi fyrir ungmennaráð.
Afgreiðsla:

Afgreiðslu frestað.

6.Heilsueflandi Samfélag

1806427

Tillaga frá íþrótta-og tómstundaráði um heilsueflandi samfélag í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir að Suðurnesjabær verði heilsueflandi samfélag og felur fjölskyldusviði að vinna málið áfram.

7.Íþrótta- og afrekssjóður Suðunesjabæjar

1907069

Tillaga frá íþrótta-og tómstundaráði um íþrótta-og afrekssjóð Suðurnesjabæjar, til umfjöllunar í bæjarráði sbr. samþykkt 18. fundar bæjarstjórnar.
Afgreiðsla:

Drög að reglum um íþrótta-og afrekssjóð Suðurnesjabæjar samþykkt og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

8.Leikskólamál

1901013

Leikskólinn Sólborg- minnisblað vegna endurskoðunar á einingarverði fyrir sérkennslu.
Afgreiðsla:

Bæjarráð telur rétt að vinna eftir tillögum í minnisblaði á árinu 2020 en leggur jafnframt áherslu á að þjónususamningar vegna leikskóla verði rýndir.

9.Minnisblað um stefnumótunarfund um þjónustu við eldri borgara í Suðurnesjabæ

1911031

Minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Afgreiðsla:

Lagt fram og vísað til Öldungaráðs Suðurnesjabæjar til umfjöllunar.

Fundi slitið - kl. 17:40.

Getum við bætt efni síðunnar?