Fara í efni

Bæjarráð

34. fundur 30. október 2019 kl. 15:30 - 19:45 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Suðurnesjabær - fjárhagsáætlun 2020

1907045

Afgreiðsla:

Elísabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir drög að fjárhagsáætlun. Jafnframt lágu fyrir drög að þjónustugjaldskrá og starfsáætlun skipulags-og umhverfissviðs fyrir árið 2020.

Samþykkt að vísa fjárhagsáætlun 2020-2023, ásamt drögum að þjónustugjaldskrá til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Lagt er til við bæjarstjórn að álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt frá fyrra ári eða 14.52%.

2.Lög og reglugerðir til umsagnar

1902075

Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023.
Afgreiðsla:

Bæjarráð Suðurnesjabæjar fagnar því að komin sé fram stefnumótandi áætlun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í málefnum sveitarfélaga. Slík áætlun er mikilvæg til að styrkja sveitarstjórnarstigið enn frekar til að takast á við krefjandi verkefni í nærþjónustu og veita íbúum þá þjónustu sem nauðsynleg er. Bæjarráð telur mikilvægt að áætlunin sé unnin í samstarfi við sveitarfélögin á landinu líkt og gert hefur verið og það samráð haldi áfram við framkvæmd verkefna. Þá ítrekar bæjarráð fyrri ábendingar sínar um mikilvægi þess að nægt fjármagn sé tryggt til að styðja við sameiningar sveitarfélaga, en reynsla Suðurnesjabæjar er að slík verkefni séu mun kostnaðarsamari en fyrirfram megi ætla. Þá er mikilvægt að tekjustofnar sveitarfélaga séu styrktir þannig að þau geti staðið undir þeim verkefnum sem þeim er ætlað. Bæjarráð hvetur til þess að sú vinna sem stendur yfir við endurskoðun fjármálakafla sveitarstjórnarlaga verði leidd til lykta hið fyrsta.

3.Nefndir og ráð:kjörnir fulltrúar: þóknun kjörinna fulltrúa og nefndarlaun

1806809

Þóknanir til áheyrnafulltrúa og hagsmunaaðila sem boðaðir eru á fund.
Afgreiðsla:

Bæjarstjóra er falið að vinna málið áfram og leggja fyrir uppfærða samþykkt um starfskjör kjörinna fulltrúa, fulltrúa í fagráðum og vinnuhópum sem skipaðir eru af bæjarráði og bæjarstjórn.



4.Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun 2018-2022

1903067

Drög að jafnréttisáætlun.
Afgreiðsla:

Drög að jafnréttisáætlun samþykkt og verður send Jafnréttisstofu til umsaganar.

5.Jafnlaunavottun innleiðing

1908032

Drög að jafnlaunastefnu.
Afgreiðsla:

Drög að jafnlaunastefnu samþykkt og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

6.Knattspyrnufélagið Víðir, knattspyrnudeild Reynis - ósk um viðbót á samningi

1909060

Minnisblað vegna erindis dags. 12.09.2019, frá 32. fundi bæjarráðs.
Afgreiðsla:

Tillögum sem tilgreindar eru í minnisblaði er vísað til fjárhagsáætlunar 2020 og gerðar samstarfssamninga.

7.Samstarfssamningar félagasamtök

1901039

Minnisblað frá deildarstjóra frístundamála.
Afgreiðsla:

Minnisblaðið lagt fram og vísað til úrvinnslu deildarstjóra frístundamála og til umfjöllunar í íþrótta- og tómstundaráði. Bæjarráð telur rétt að samningi við Golfklúbb Suðurnesja sé sagt upp í samræmi við 8. gr. hans.

8.Lionsklúbbur Sandgerðis - jólahátíð eldri borgara í Suðurnesjabæ - ósk um styrk

1910078

Erindi dags. 9. október 2019.
Afgreiðsla:

Samþykkt að verða við erindinu og bæjarstjóra falið að ganga frá samkomulagi um málið.

9.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2019-2020

1910088

Auglýsing frá atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneyti um umsóknir um byggðakvóta.
Afgreiðsla:

Samþykkt að sækja um byggðakvóta fyrir byggðarlögin Garð og Sandgerði.

10.Staða í samningamálum

1907016

Ályktun 5 stéttarfélaga í Suðurkjördæmi.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

11.Fundarboð - aðalfundur Reykjanes jarðvangs ses

1910091

Aðalfundur Reykjanes jarðvangs 28. október 2019.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

12.The working Conditions of Tomorrow - nýjar áskoranir á vinnumarkaði og í vinnuumhverfi

1910072

Norræn ráðstefna á Grand Hótel, 7. nóvember 2019.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

13.Verndarsvæði í byggð - Útgarður

1812063

Tillaga um verndarsvæði í byggð var til umfjöllunar á 14. fundi framkvæmda-og skipulagsráðs þann 17.10.2019. Ráðið samþykkti að leggja til að tillagan verði auglýst.
Afgreiðsla:

Samþykkt að heimila að tillaga um verndarsvæði í byggð, Útgarður, fari í auglýsinga- og kynningarferli hið fyrsta. Þannig er þeim aðilum sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefinn kostur á að kynna sér efni skýrslu tillögunnar, ásamt húsakönnun og fornleifaskráningu og koma með ábendingar og athugasemdir.

Fundi slitið - kl. 19:45.

Getum við bætt efni síðunnar?