Fara í efni

Bæjarráð

33. fundur 16. október 2019 kl. 15:00 - 17:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Suðurnesjabær - fjárhagsáætlun 2020

1907045

Drög að þjónustugjaldskrá fyrir árið 2020.
Starfsáætlanir stofnana, deilda og sviða fyrir árið 2020.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

2.Fjölskyldusvið: fræðsluþjónusta

1807110

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs, um þróun og skipulag fræðsludeildar.
Afgreiðsla:

Samþykkt að veita heimild til að undirbúa ráðningu sálfræðings og talmeinafræðings hjá fræðsludeild fjölskyldusviðs.

3.Fjölskyldusvið - skipulag fjölskyldusviðs

1811020

Tillaga um starf deildarstjóra félagsþjónustu.
Afreiðsla:

Samþykkt að heimila fastráðningu deildarstjóra félagsþjónustu á fjölskyldusviði.

4.Þróun lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar

1806379

Drög að samkomulagi um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

5.Hlíðargata 9b-Tjaldvæðið í Sandgerði-Samningur um rekstur

1910010

Drög að samningi.
Afgreiðsla:

Samþykkt að ganga til endurnýjunar á samningi við IStay til 10 ára um rekstur tjaldsvæðis í Sandgerði samkvæmt fyrirliggjandi drögum og til kynningar hjá ferða-, safna- og menningarráði.


6.Hlíðargata 9b-Tjaldsvæðið í Sandgerði-Tillaga að stækkun Þjónustuhúss

1910025

Tillaga um stækkun þjónustuhúss tjaldsvæðis.
Afgreiðsla:

Samþykkt að vísa erindinu til vinnslu fjárhagsáælunar er varðar hlutdeild Suðurnesjabæjar í kostnaði við stækkun þjónustuhúss og til kynningar hjá ferða-, safna- og menningarráði.

7.Skólaþing sveitarfélaga 2019

1909014

Hvatning til sveitarstjórna um Skólaþing sveitarfélaga 2019.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

8.Lög og reglugerðir til umsagnar

1902075

Tillaga til þingsályktunar um stefnumótun og framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi á Suðurnesjum - til umsagnar.
Afgreiðsla:

Bæjarráð lýsir ánægju með framkomna þingsályktunartillögu og tekur mikilvægt að tillagan verði samþykkt af Alþingi og að skipaður verði starfshópur um framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi á Suðurnesjum.

9.Kalka sorpeyðingarstöð og Sorpa staða á sameiningarhugmyndum

1806442

Minnisblað frá samráðshópi um framtíð Kölku, dags. 4. október 2019.
Afgreiðsla:

Tillögur samráðshóps um framtíð Kölku samþykktar samhljóða.

10.Kjörnar nefndir: erindisbréf

1808028

Drög að erindisbréfi fyrir ungmennaráð.
Afgreiðsla:

Samþykkt að vísa drögum að erindisbréfi ungmennaráðs til íþrótta- og tómstundaráðs til umsaganar og fjárveitingu vegna starfs ungmennaráðs til fjárhagsáætlunargerðar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni síðunnar?