Fara í efni

Bæjarráð

32. fundur 25. september 2019 kl. 15:00 - 19:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir heimild til að bæta tveimur málum á dagskrá og var það samþykkt. Eru þessi mál númer 13 og 14.

1.Suðurnesjabær - fjárhagsáætlun 2020

1907045

Útkomuspá 2019 og forsendur fjárhagsáætlunar 2020.
Afgreiðsla:

Elísabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið, fór yfir niðurstöður útkomuspár rekstrar 2019 og minnisblað um helstu forsendur fjárhagsáætlunar

Samþykkt er að vinnufundur bæjarstjórnar vegna fjárhagsáætlunar verði mánudaginn 14. október kl.15.00.

2.Leikskólamál

1901013

Áfangaskýrsla frá starfshópi um undirbúning framkvæmda við leikskóla.
Afgreiðsla:

Umfjöllun um áfangaskýrslu frá 31. fundi bæjarráðs haldið áfram.

Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að skipaður verði stýrihópur sem fái það verkefni að halda utan um undirbúning framkvæmda við leikskóla.

3.Gerðaskóli - húsnæðismál

1809079

Minnisblað bæjarstjóra.
Afgreiðsla:

Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að skipaður verði stýrihópur sem fái það verkefni að halda utan um undirbúning framkvæmda við stækkun Gerðaskóla eins og lagt er til í minnisblaði frá bæjarstjóra.

4.Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga

1901021

Drög að samþykktum.
Afgreiðsla:

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja drög að samþykktum fyrir Öldurngarráð Suðurnesjabæjar.

5.Jafnlaunavottun innleiðing

1908032

Drög að jafnlaunastefnu.
Afgreiðsla:

Samþykkt að fela bæjarstjóra að láta vinna að jafnlaunastefnu út frá umræðu og athugasemdum sem fram komu hjá bæjarráði.

6.Knattspyrnufélagið Víðir, knattspyrnudeild Reynis - ósk um viðbót á samningi

1909060

Erindi dags. 12.09.2019.
Afgreiðsla:

Samþykkt að formaður bæjarráðs og deildarstjóri frístundaþjónustu eigi fund með fulltrúum félaganna varðandi erindið.

7.Suðurnesjabær - hátíðir og viðburðir

1902070

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Í minnisblaðinu er gerð grein fyrir tillögum frá ferða-, safna-og menningarráði um viðburði og hátíðir í Suðurnesjabæ sem eru unnar út frá niðurstöðum íbúafundar.
Bæjarráð þakkar góðar tillögur og telur rétt að unnið sé eftir þeim og vísar jafnframt til vinnu fjárhagsáætlunar ársins 2020.

8.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2019

1909054

Til kynningar.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

9.Skólaþing sveitarfélaga 2019

1909014

Áskorun til sveitarfélaga.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

10.Hringtorg við gatnamót Hlíðargötu og Austurgötu

1909083

Erindi frá 7. bekk Sandgerðisskóla.
Afgreiðsla:

Í erindinu frá nemendum í 7. bekk Sandgerðisskóla er því mótmælt að byggt verði upp hringtorg á gatnamótum Hlíðargötu og Austurgötu. Lagt er til að þeir fjármunir sem ætlaðir eru til verkefnisin verði notaðir í aðrar framkvæmdir, eins og hjólreiðastíg milli Garðs og Sandgerðis.

Bæjarráð þakkar fyrir erindið og fagnar því að ungt fólk í Suðurnesjabæ láti málefni sveitarfélagsins sig varða. Þeim ábendingum sem koma fram í erindinu er vísað til umfjöllunar í ungmennaráði Suðurnesjabæjar.
Ákvarðanir um framkvæmdir hvers árs eru teknar í upphafi þess og var það ákvörðun bæjarstjórnar að ráðast í gerð hringtorgsins sem er aðgerð sem eykur umferðaröryggi. Þá er rétt að benda á að framkvæmdir við hringtorgið er fyrsta skrefið að því að gera svæðið við Sandgerðiskirkju snyrtilegra en það skiptir máli þar sem um það svæði fara margir gestir sem eiga erindi í sveitarfélagið. Þá er rétt að benda á að þegar er búið að samþykkja að gera göngu- og hjólreiðastíg milli Garðs og Sandgerðis og munu framkvæmdir við hann hefjast á næstu mánuðum.

11.Suðurnes-samstarf um heimsmarkmið SÞ

1902040

Minnisblað bæjarstjóra.
Afgreiðsla:

Í minnisblaðinu er gerð grein fyrir samstarfi sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Isavia og Kadeco um heimsmarkmið.

Samþykkt að Suðurnesjabær taki áfram þátt í verkefninu og gert verði ráð fyrir fjárheimild í verkefnið í fjárhagsáætlun ársins 2020.

12.Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin

1902004

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt að farið verði að tillögu sviðsstjóra um innleiðingu heimsmarkmiða hjá Suðurnesjabæ.

13.Tillaga til þingsályktunar um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum

1903015

Erindi frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneyti dags. 25. september 2019. Í erindi ráðuneytisins er óskað eftir tilnefningu á fulltrúa Suðurnesjabæjar í starfshóp um stöðu sveitarfélaga á Suðurnesjum og starfshóps um vaxtarsvæði.
Afgreiðsla:

Bæjarráð fagnar því að vinna samstarfshóps um stöðu sveitarfeálga á Suðurnesjum sé að hefjast og tilnefnir Magnús Stefánsson og Bergný Jónu Sævarsdóttir sem fulltrúa sveitarfélagsins í hópinn í samræmi við erindið.

14.Sýslumaðurinn á Suðurnesjum umsókn um tækifærisleyfi - ósk um umsögn

1902008

Umsögn um tækifærisleyfi frá Knattspyrnufélaginu Víði vegna konukvölds 12. október.
Afgreiðsla:

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir um að leyfið sé veitt.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?