Bæjarráð
Dagskrá
1.Nefndir og ráð:kjörnir fulltrúar: þóknun kjörinna fulltrúa og nefndarlaun
1806809
Til afgreiðslu.
2.Gjaldskrár: sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs
1806803
Tillaga að þjónustugjaldskrá sameinaðs sveitarfélags er lögð fram til umræðu.
Bæjarráð vísar tillögunni til fyrri umræðu í bæjarstjórn í ágúst.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að einstaka kaflar þjónustugjaldskrár verði sendir viðkomandi fagráðum og starfsmanna þeirra til umsagnar og yfirferðar. Umsagnir fagráða skulu liggja fyrir bæjarráði 22. ágúst þar sem fram kemur hvar og hvernig er hægt að samræma gjaldskrár frá Sandgerðisbæ og Sveitarfélaginu Garði.
Fjölskyldu- og velferðarnefnd fjalli um kaflann um félagsþjónustu.
Fræðsluráð fjalli um kaflann um fræðslu- og uppeldissmál.
Ferða-, safna og menningarráð fjalli um kaflann um menningarmál.
Íþrótta- og tómstundaráð fjalli um kaflann um íþróttamiðstöðvar.
Framkvæmda-og skipulagsráð fjalli um kaflann um þjónustugjöld framkvæmda og skipulags.
Bæjarráð vísar tillögunni til fyrri umræðu í bæjarstjórn í ágúst.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að einstaka kaflar þjónustugjaldskrár verði sendir viðkomandi fagráðum og starfsmanna þeirra til umsagnar og yfirferðar. Umsagnir fagráða skulu liggja fyrir bæjarráði 22. ágúst þar sem fram kemur hvar og hvernig er hægt að samræma gjaldskrár frá Sandgerðisbæ og Sveitarfélaginu Garði.
Fjölskyldu- og velferðarnefnd fjalli um kaflann um félagsþjónustu.
Fræðsluráð fjalli um kaflann um fræðslu- og uppeldissmál.
Ferða-, safna og menningarráð fjalli um kaflann um menningarmál.
Íþrótta- og tómstundaráð fjalli um kaflann um íþróttamiðstöðvar.
Framkvæmda-og skipulagsráð fjalli um kaflann um þjónustugjöld framkvæmda og skipulags.
3.Innkaupareglur
1806800
Til afgreiðslu.
Drög að Innkaupareglum Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs lagðar fram til umræðu.
Afgreiðslu frestað.
Afgreiðslu frestað.
4.Bæjarstjórn: siðareglur
1806795
Til afgreiðslu.
Drög að Siðareglum teknar til umræðu.
Bæjarráð leggur til að haldinn verði vinnufundur allra bæjarfulltrúa þar sem gengið verði frá siðareglum og þannig tryggt að allir bæjarfulltrúar eigi sinn þátt í að semja þær reglur sem þeir síðan starfa eftir.
Bæjarráð leggur til að haldinn verði vinnufundur allra bæjarfulltrúa þar sem gengið verði frá siðareglum og þannig tryggt að allir bæjarfulltrúar eigi sinn þátt í að semja þær reglur sem þeir síðan starfa eftir.
5.Fjarskiptaþjónusta: tilboð
1807025
Til afgreiðslu.
Bæjarráð felur starfandi bæjarstjóra að ganga til samninga við Símann á grundvelli fyrirliggjandi tilboða og skal samningurinn lagður fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.
Jafnframt felur bæjarráð starfandi bæjarstóra að skipa verkefnahóp sem fær það verkefni að fylgja eftir innleiðingu nýs símkerfis. Hópurinn skal skila tillögu um símanúmeraseríu fyrir sveitarfélagið á næsta fundi bæjarráðs.
Jafnframt felur bæjarráð starfandi bæjarstóra að skipa verkefnahóp sem fær það verkefni að fylgja eftir innleiðingu nýs símkerfis. Hópurinn skal skila tillögu um símanúmeraseríu fyrir sveitarfélagið á næsta fundi bæjarráðs.
6.Aðgengi að Íþróttamiðstöðvum
1807030
Til afgreiðslu.
Bæjarráð telur rétt að aðgangskort íbúa að sundlaugum gildi jafnt í báðum sundlaugum sveitarfélagsins og er stefnt að gildistöku 1. ágúst næstkomandi.
Minnisblaðinu er vísað til kynningar í íþrótta- og tómstundaráði.
Minnisblaðinu er vísað til kynningar í íþrótta- og tómstundaráði.
7.Hjólakraftur- tillaga að viðauka.
1807026
Til afgreiðslu.
Bæjarráð óskar eftir nánari upplýsingum varðandi kostnað við verkefnið til þessa á árinu 2018 og mat á árangri af því.
Afgreiðslu frestað.
Afgreiðslu frestað.
8.Knattspyrnufélagið Víðir: ósk um styrk
18061393
Til afgreiðslu.
Minnisblað tæknifulltrúa liggur fyrir fundinum.
Bæjarráð telur mikilvægt að samræmi sé í þeim ákvörðunum sem teknar eru gangvart rekstri knattspyrnumannvirkja í sveitarfélaginu. Samningar vegna beggja knattspyrnuvalla eru lausir í árslok og er umræðu um þá vísað til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2019 og til umsagnar í íþrótta-og tómstundaráði.
Erindi Knattspyrnufélagsins Víðis vísað til vinnslu hjá bæjarstjóra.
Bæjarráð telur mikilvægt að samræmi sé í þeim ákvörðunum sem teknar eru gangvart rekstri knattspyrnumannvirkja í sveitarfélaginu. Samningar vegna beggja knattspyrnuvalla eru lausir í árslok og er umræðu um þá vísað til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2019 og til umsagnar í íþrótta-og tómstundaráði.
Erindi Knattspyrnufélagsins Víðis vísað til vinnslu hjá bæjarstjóra.
Fundi slitið - kl. 14:15.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.