Fara í efni

Bæjarráð

31. fundur 11. september 2019 kl. 15:00 - 17:45 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Elísabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir fyrsta dagskrárlið. Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Kristín Helgadóttir deildarstjóri fræðsludeildar og Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sátu fundinn undir örðum dagskrárlið.

1.Suðurnesjabær - fjárhagsáætlun 2020

1907045

Verk-og tímaáætlun vegna vinnslu fjárhagsáætlunar. Elísabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:

Samþykkt að unnið verði eftir fyrirliggjandi verk-og tímaáætlun við vinnslu fjárhagsáætlunar.

2.Leikskólamál

1901013

Áfangaskýrsla frá starfshópi um leikskólamál. Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Kristín Helgadóttir deildarstjóri fræðsludeildar sitja funndinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

3.Jafnlaunavottun

1907046

Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dags. 04.09.2019.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

4.Jafnlaunavottun innleiðing

1908032

Minnisblað frá mannauðsstjóra um innleiðingu á jafnlauanvottun.
Afgreiðsla:

Samþykkt að samið verði við Avanti ráðgjöf um aðstoð við vinnslu jafnlaunavottunar. Samþykkt að óska eftir að drög að jafnlaunastefnu verði lögð fyrir bæjarráð hið fyrsta.

5.Starfsmannamál - almennt

1811032

Minnisblað frá bæjarstjóra og mannauðsstjóra um samfögnuð starfsfólks Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:

Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að yfirgnæfandi vilji starfsfólks standi til þess að árlega verði haldin árshátíð starfsfólks Suðurnesjabæjar.

Samþykkt að við vinnslu fjárhagsáætlunar 2020 verði gert ráð fyrir árshátíð starfsfólks Suðurnesjabæjar.

6.Lög og reglugerðir til umsagnar

1902075

Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga. Drög til umsagnar.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

7.Jafnréttisviðurkenning

1909033

Ósk um tilnefningu til jafnréttisviðurkenningar.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

8.Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun 2018-2022

1903067

Samkvæmt 2. mgr. 12. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skulu sveitarfélög setja sér jafnréttisáætlun til fjögurra ára.
Afgreiðsla:

Samþykkt að fela bæjarstjóra að láta setja saman drög að jafnréttisáætlun sem verði lögð fyrir bæjarráð hið fyrsta.

9.Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin

1902004

Yfirlýsing um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Afgreiðsla:

Lagt fram.

10.Persónuverndarfulltrúi

1806754

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs vegna persónuverndar og endurnýjunar á samningi við Reykjanebæ.
Afgreiðsla:

Samþykkt að endurnýja samning við Reykjanesbæ um starf persónuverndarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Getum við bætt efni síðunnar?