Fara í efni

Bæjarráð

141. fundur 24. apríl 2024 kl. 15:30 - 17:10 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Einar Jón Pálsson varamaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir varamaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Vinnuskóli 2024

2402034

Unnur Ýr Kristinsdóttir íþrótta-og tómstundafulltrúi sat fundinn undir þesum dagskrárlið og kynnti fyrirkomulag og starfsemi vinnuskóla sumarið 2024.
Afgreiðsla:

Lagt fram, bæjarráð lýsir yfir ánægju með fyrirkomulag og starfssemi vinnuskóla Suðurnesjabæjar fyrir sumarið 2024.

2.Rekstraryfirlit 2024

2404163

Kjartan Ingvarsson sérfræðingur fjármála sat fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir rekstraryfirlit janúar-mars 2024.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

3.Skerjahverfi - Uppbygging innviða og útboð framkvæmda

2012054

Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs um breytingu á verkmörkum í tengslum við framkvæmdir við 2.áfanga Skerjahverfis.
Afgreiðsla:

Minnisblað lagt fram, bæjarráð óskar eftir kostnaðaráætlun vegna breytinga á verkmörkum framkvæmda á næsta fundi bæjarráðs.

4.Flutningur mála frá barnaverndarþjónustu Grindavíkur

2404116

Minnisblað frá sviðsstjóra velferðarsviðs og erindi frá Barna-og fjölskyldustofu dags. 27.03.2024, um flutning á málum frá barnaverndarþjónustu Grindavíkurbæjar.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að óska eftir upplýsingum um fjármögnun á viðkomandi þjónustu.

5.Nágrannagjöf til íbúa Grindavíkur

2404155

Minnisblað frá bæjarstjóra þar sem fram kemur m.a. að unnið sé að því að nágrannasveitarfélög Grindavíkur standi saman að því að færa íbúum Grindavíkur kærleiksgjöf í formi ljóslistaverks með útfærslu á byggðamerki Grindavíkur.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að taka þátt í verkefninu, að því gefnu að góð samstaða verði meðal viðkomandi sveitarfélaga um þátttöku.

6.Upplýsingatækni - úttekt 2024

2404164

Niðurstöður úttektar Byxa ehf á upplýsingakerfum, hugbúnaði og vefþjónustum sveitarfélagsins.
Afgreiðsla:

Lagt fram

Fundi slitið - kl. 17:10.

Getum við bætt efni síðunnar?