Fara í efni

Bæjarráð

138. fundur 13. mars 2024 kl. 15:30 - 17:33 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.80 ára afmæli lýðveldisins Ísland

2403006

Erindi dags. 05.02.2024 frá afmælisnefnd vegna 80 ára afmælis íslenska lýðveldisins, kynning á dagskrá í tilefni afmælisins.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til umfjöllunar í ferða-, safna- og menningarráði.

2.Starfsnámsskólar

2401019

Verkmenntaaðstaða, viðbygging við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Drög að samningi og kostnaðarskiptingu vegna verkefnisins.
Afgreiðsla

Bæjarráð samþykkir erindið samhljóða með þeim formerkjum að ríkissjóður tryggi kostnaðarhlutdeild Grindavíkurbæjar. Jafnframt setur bæjarráð þann fyrirvara að í samningi um verkefnið skuldbindi ríkissjóður sig til að bera sinn hluta heildarkostnaðar við verkefnið á móti sveitarfélögunum.

3.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda 2024

2402008

Erindi frá Lionsklúbbi Sandgerðis
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að veita Lionsklúbbi Sandgerðis styrk að fjárhæð kr. 40.460 til greiðslu fasteignaskatts vegna fasteignarinnar 490776-0289. Fjárheimild er í fjárhagsáætlun 2024.

4.Reglur um styrki til félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

2403033

Drög að endurskoðuðum reglum um styrki til félagasamstaka til greiðslu fasteignaskatts
Afgreiðsla:

Drög að endurskoðuðum reglum samþykktar samhljóða.

5.Álit um færslu tryggingafræðilegs endurmat Brúar lífeyrissjóðs

2402092

Álit frá reikningsskila-og upplýsinganefnd um færslu tryggingafræðilegs endurmats Brúar lífeyrissjóðs í bókum sveitarfélaga.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að leita álits hjá endurskoðanda Suðurnesjabæjar á erindinu.

6.Grindavík - húsnæðismál

2401055

Minnisblað frá framkvæmdahópi innviðaráðherra um hraða uppbyggingu húsnæðis vegna náttúruhamfara í Grindavík.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

7.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga

2002064

Fundarboð aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga 14.03.2024.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að bæjarstjóri fari með umboð Suðurnesjabæjar á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga 2024.

8.Aldraðir þjónusta og áherslur í nærumhvefi

2402088

Minnisblað frá Jórunni Öldu Guðmundsdóttur af fundi Öldungaráðs Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga dags. 04.03.2024.
Afgreiðsla:

Bæjarráð þakkar góðar ábendingar í erindinu og óskar eftir því að fá til kynningar þá vinnu sem unnin var um þjónustu við aldraðra í Suðurnesjabæ á síðasta kjörtímabili á næsta fundi bæjarráðs.

Minnisblað lagt fram.

9.Íþróttamannvirki

1901070

Á 67. fundi bæjarstjórnar dags. 06.03.2024 var samþykkt samhljóða að vísa tillögu S-lista, um staðsetningu gervigrasvallar o.fl. til umfjöllunar í bæjarráði enda er málið enn í vinnslu þar eins og sjá má í bókun bæjarráðs.
O-listi leggur eftirfarandi tillögu fram:
Bæjarlistinn leggur til að staðsetning gervigrasvallar verði í Miðjan 1 skv. skýrslu Verkís.
Rökstuðningur fyrir þeirri staðsetningu byggist einkum á eftirfarandi:
-Jafnræði íbúa hvað varðar aðgengi og fjarlægð frá heimili. Eins og segir í skýrslu Verkís á fyrstu blaðsíðu “Jafnræði íbúa Suðurnesjabæjar til íþróttaiðkunar er best gætt með því að staðsetja gervigrasvöllinn í Miðjunni?.
-“Möguleikar á sameiginlegri framtíðaruppbyggingu íþrótta í Suðurnesjabæ er best tryggð með nýju íþróttasvæði í Miðjunni?. Kemur einnig fram í skýrslu Verkís.
-Á svæðinu er golfvöllur sem myndi teljast til sameiginlegra íþrótta fyrir bæjarbúa.
-Að framkvæmdin stuðli að frekari sameiningu byggðarkjarna.
-Skapa grundvöll fyrir frekari uppbyggingu milli byggðakjarna s.s. verslun og annarrar þjónustu.
Farið verði í að byggja upp aðstöðu við gervigrasvöllinn í áföngum og áhersla verið lögð á að æfingavelli verði komið upp í fyrsta áfanga.
Bæjarlistinn leggur enn fremur áherslu á og tekur undir bókun tillögu S- listans um að:
“starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja verði skipaður hið fyrsta, geri þarfagreiningu og skili af sér tillögum um uppbyggingu til næstu ára.
Starfshópurinn hafi það að leiðarljósi að jafnræðis skuli gætt milli byggðakjarna sveitarfélagsins
þegar kemur að frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja.“


Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu á tillögunni fram að næsta fundi bæjarráðs. Mál í vinnslu.

10.Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024

2403035

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 08.03.2024 varðandi kjarasamninga 2024.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að leggja fyrir bæjarráð tillögu um endurskoðun á þjónustugjaldskrá.

11.Suðurnesjabær - Möguleigir þéttingarreitir fyrir íbúðarhúsnæði

2403036

Greinargerð og samantekt deildarstjóra umhverfismála um mögulega uppbyggingu á lóðum við þegar byggðar götur í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að vísa málinu til umfjöllunar og úrvinnslu í framkvæmda- og skipulagsráði.

12.Forkaupsréttur fiskiskipa

1903011

Samkvæmt lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða á Suðurnesjabær forkaupsrétt að skipinu Greta GK013, sem er í söluferli. Skipið verður selt án aflahlutdeilda og án aflamarks, ekki fylgir grásleppuleyfi við sölu skipsins.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær falli frá forkaupsrétti að skipinu Greta GK013.

Fundi slitið - kl. 17:33.

Getum við bætt efni síðunnar?