Fara í efni

Bæjarráð

30. fundur 28. ágúst 2019 kl. 15:00 - 16:45 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Framkvæmdir: Fráveita: Útrás og hreinsistöð við Norðurgarð

1806440

Vilhjálmur Ásgeirsson ráðgjafi hjá VSÓ, Einar Friðrik Brynjarsson verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði og Einar Jón Pálsson formaður framkvæmda-og skipulagsráðs sitja fundinn undir þessum dagskrárlið. Minnisblað frá VSÓ vegna málsins lagt fram.
Afgreiðsla:

Bæjarráð leggur áherslu á að framkvæmdir við útrás komist á framkvæmdastig á árinu 2019 í samræmi við samþykkta fjárfestingaráætlun.

2.Leikskólamál

1901013

Minnisblað frá bæjarstjóra.
Afgreiðsla:

Minnisblað lagt fram.
Samþykkt að fela sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna tillögu um staðsetningar sem koma til greina fyrir nýjan leikskóla í Sandgerði. Ítarlegri greinargerð verði lögð fram á næsta fundi bæjarráðs.

3.Heilsueflandi samfélag á Suðurnesjum

1905099

Viljayfirlýsing um samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum, Embættis landlæknis og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Bæjarráð fagnar samstarfi um heilsueflandi samfélag á Suðurnesjum.

4.Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs

1908041

Ósk um framlag frá Suðurnesjabæ vegna nemendaverkefnis um uppgræðslu lands. Minnisblað frá verkefnisstjóra á skipulags- og umhverfissviði.
Afgreiðsla:

Minnisblað lagt fram.

Samþykkt að veita styrk til verkefnisins að fjárhæð kr. 400.000.

5.Grænbók um stefnu um málefni sveitarfélaga

1905094

Afgreiðsla:

Bæjarráð Suðurnesjabæjar leggur áherslu á að þeim sveitarfélögum sem takast á við sameiningar sé tryggður nægjanlegur fjárhagslegur stuðningur til að takast á við þau víðfemu og kostnaðarsömu verkefni sem slíku fylgir.

6.Unicef á Íslandi - hvatning um heildstætt og samræmt verklag

1905067

Erindi frá UNICEF á Íslandi.
Afgreiðsla:

Erindið lagt fram.

Samþykkt að vísa málinu til umfjöllunar í fjölskyldu-og velferðarráði.


7.Málþing og ráðstefnur

1903032

Skólaþing sveitarfélaga 4. nóvember 2019 - Á réttu róli?
Afgreiðsla:

Samþykkt að vísa málinu til kynningar í fræðsluráði. Kjörnir fulltrúar sem hafa tök á eru hvattir til að sækja skólaþingið. Þá eru þeir stjórnendur sem koma að skipulagi skólastarfs hvattir til þess að sækja þingið.

8.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga

1907032

Dagskrá landsfundar um jafnréttismál.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fulltrúar Suðurnesjabæjar munu sækja landsfundinn.

9.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

1908052

Tilkynning um aðalfund SSS 13. - 14. september 2019.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

10.Forkaupsréttur fiskiskipa

1903011

Borist hafa kauptilboð í fiskiskipin Sigurfara GK-139 og Stein HU-45. Samkvæmt 12. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða á sveitarfélagið forkaupsrétt við sölu skipanna. Skipin verða seld án veiðiheimilda.
Afgreiðsla:

Samþykkt að sveitarfélagið falli frá forkaupsrétti vegna sölu skipanna.

11.Grindhvalir í fjöru við Útskálakirkju

1908010

Minnisblað frá bæjarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt að ganga frá uppgjöri við Björgunarsveitina Ægi samkvæmt tillögu í minnisblaði.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Getum við bætt efni síðunnar?