Fara í efni

Bæjarráð

136. fundur 14. febrúar 2024 kl. 15:30 - 17:30 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Íþróttamannvirki

1901070

Einar Friðrik Brynjarsson deildarstjóri umhverfismála og Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram.

2.Húsnæði og leiguhúsnæði í Suðurnesjabæ

2011102

Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs varðandi Tjarnargötu 4 og Víkurbraut 11.
Samþykkt samhljóða að veita heimild til sölu á eigninni Tjarnargata 4. Samþykkt samhljóða að veita heimild til að eignin Víkurbraut 11 verði fjarlægð og fargað.

3.Barnavernd vistheimili

2309012

Minnisblað frá sviðsstjóra velferðarsviðs um uppbyggingu á sameiginlegu vistheimili barnaverndarþjónustu á Suðurnesjum.
Samþykkt samhljóða að leitað verði samstarfs við sveitarfélög á Suðurnesjum um sameiginlegt vistheimili barnaverndarþjónustu á Suðurnesjum.

4.Mennta- og frístundastefna Suðurnesjabæjar

2104028

Skipan starfshóps sem vinni að innleiðingu, aðgerðaáætlun og eftirfylgni mennta-og frístundastefnu.
Samþykkt að fela bæjarstjóra að skipa starfshópinn skv. umræðu á fundinum.

5.Stýrihópur um sértækt búsetuúrræði fyrir fatlað fólk

2401023

Skipan stýrihóps um sértækt búsetuúrræði fyrir fatlað fólk staðfest.

6.Neyðarstjórn - náttúruvá

2311009

a) Fundir dags. 08.02.2024.

b) Fundur dags. 09.02.2024.

c) Fundur dags. 10.02.2024.

d) Fundur dags. 11.02.2024.

e) Fundir dags. 12.02.2024.

f) Fundur dags. 13.02.2024.
Það hefur mikið mætt á starfsmönnum Suðurnesjabæjar að leysa úr fjölmörgum málum sem uppi hafa verið þessa dagana. Suðurnesjabær býr einstaklega vel að frábæru og hæfu starfsfólki sem hefur leyst úr málum á faglegan og fumlausan hátt. Einstakir starfsmenn og verktakar hafa unnið að þessum málum dag sem nótt, á virkum dögum sem helgardögum og lagt allt sitt í verkefnið. Enda hefur allt gengið eins vel og aðstæður hafa boðið og rúmlega það. Starfsmenn Suðurnesjabæjar og verktakar sem hafa starfað með þeim fá sérstakar þakkir fyrir frábæra frammistöðu og einstaklega vel unnin verk. Jafnframt fá íbúar þakkir fyrir þátttöku og sitt framlag við lausnir mála. Loks þakkar bæjarráð viðbragðsaðilum almannavarna, veitufyrirtækjum og verktökum þeirra fyrir vel unnin verk og frábæra frammistöðu við krefjandi aðstæður.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni síðunnar?