Fara í efni

Bæjarráð

135. fundur 31. janúar 2024 kl. 15:30 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu-og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Sveitarfélagið Vogar - sameiningarmál

2309116

Minnisblað frá bæjarstjóra um fund bæjarstjóra Suðurnesjabæjar, Reykjanesbæjar, Sveitarfélagsins Voga ásamt Róberti Ragnarssyni ráðgjafa.
Afgreiðsla:

Einar Jón Pálsson, Jónína Magnúsdóttir og Magnús Stefánsson eru skipuð fulltrúar Suðurnesjabæjar í verkefnahópinn.

2.Grindavík - almenn málefni

2401069

Erindi frá bæjarstjóra Grindavíkurbæjar, þakkir fyrir góðar óskir og kveðjur til grindvíkinga.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

3.Grindavík - húsnæðismál

2401055

Minnisblað frá bæjarstjóra um fundi með framkvæmdahópi innviðaráðherra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og Velferðarnefnd Alþingis um málefni Grindavíkur.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

4.Skrá yfir störf sem undanskilin eru verkfallsheimild

1901061

Yfirlit yfir störf hjá Suðurnesjabæ sem eru undanþegin verkfallsheimild.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

5.Íþróttamannvirki

1901070

Umfjöllun um gervigrasvöll í Suðurnesjabæ. Gestir: Einar Karl Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Víðis og Ólafur Þór Ólafsson formaður aðalstjórnar Knattspyrnufélagsins Reynis sátu fundinn undir þessum lið, Ólafur Þór tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Afgreiðsla:

Lagt fram, umræðu framhaldið á næsta fundi.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?