Fara í efni

Bæjarráð

29. fundur 14. ágúst 2019 kl. 15:00 - 18:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Elísabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir fyrstu tveimur dagskrárliðum og María Rós Skúladóttir deildarstjóri félagsþjónustu sat fundinn undir þriðja dagskrárlið.

1.Fjárhagsáætlun 2019 - viðaukar

1901025

a) Viðauki 11 - lífeyrisskuldbinding.
b) Viðauki 12 - barnavernd.
c) Viðauki 13 - skrifstofa félagsþjónustu.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að staðfesta viðauka 11, 12 og 13.

2.Rekstraryfirlit 2019

1908012

Rekstaryfirlit janúar - júní 2019.
Afreiðsla:

Rekstraryfirlit lagt fram og yfirfarið.

3.Langtíma búsetuúrræði fyrir ungmenni

1810093

Minisblað frá deildarstjóra félagsþjónustu.
Afgreiðsla:

Samþykkt að verða við erindinu varðandi búsetuúrræði eins og gerð er grein fyrir í minnisblaði deildarstjóra. Bæjarstjóra falið að leggja fyrir bæjarráð tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna málsins.

4.Símakostnaður starfsmanna

1907091

Drög að samningi á milli Suðurnesjabæjar og starfsmanna vegna símakaupa og símastyrkja.
Afgreiðsla:

Drög að samningi um símastyrk og símakaup samþykkt.

5.Lokun bókasafns í Garði

1907055

Fyrir liggja tvö erindi varðandi lokun almenningsbókasafns í Garði.
Afgreiðsla:

Bæjarráð fagnar því að íbúar láti sig varða þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir og þakkar fyrir erindin. Bæjarráð telur rétt að halda til haga að breytingar á bókasafnsþjónustu í Suðurnesjabæ eru tilkomnar vegna aðgerða til að bregðast við húsnæðisþörf Gerðaskóla. Bæjarráð tekur undir það sjónarmið að mikilvægt er að íbúar hvar sem er í sveitarfélaginu hafi góðan aðgang að almenningsbókasafni nú sem og um alla tíð og leggur áherslu á að útfærsla þeirrar þjónustu verði kynnt sem allra fyrst.

6.Grindhvalir í fjöru við Útskálakirkju

1908010

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs vegna björgunaraðgerða og hreinsunar er rúmlega 50 grindhvalir syntu upp í fjöru við Útskálakirkju.
Afgreiðsla:

Bæjarráð þakkar starfsfólki Suðurnesjabæjar og öllum þeim aðilum sem komu að aðgerðum fyrir þeirra framlag og vel unnin störf. Bæjarráð álítur að vel hafi tekist til við lausn verkefnisins og sé öllum viðkomandi til sóma.

7.Grænbók um stefnu um málefni sveitarfélaga

1905094

Skýrsla um samráð.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

8.Grænbók um flugsamgöngur

1908013

Drög að stefnumótun stjórnvalda varðandi flugstefnu fyrir Ísland.
Afgreiðsla:

Bæjarráð Suðurnesjabæjar fagnar því að unnið sé að mótun flugstefnu fyrir Ísland. Flugstöð Leifs Eiríkssonar og flugtengd starfsemi, ásamt stærstum hluta Keflavíkurflugvallar eru í Suðurnesjabæ. Í ljósi þess saknar bæjarráð þess að ekki hafi verið haft beint samráð við Suðurnesjabæ og sveitarfélögin á Suðurnesjum við mótun flugstefnunnar er varðar alþjóðaflug. Bæjarráð bendir á að slík aðkoma sveitarfélaganna að verkefninu væri jákvæð og gagnleg fyrir alla aðila.

Keflavíkurflugvöllur er einn mikilvægasti hlekkurinn í samgöngukerfi Íslands. Fyrir Ísland sem er staðsett á miðju Atlantshafi eru greiðar flugsamgöngur til og frá landinu ein mikilvægasta forsenda þess að samfélagið geti þróast og byggst upp í takti við önnur lönd sem við berum okkur saman við. Einnig eru greiðar flugsamgöngur ein mikilvægasta forsenda þess að atvinnulíf í landinu geti átt sem mest og best viðskipti við önnur lönd. Að því leyti fagnar bæjarráð þeim áherslum sem birtast í drögum að flugstefnu, þar sem tekið er mið af þeim miklu möguleikum sem felast í því að efla flugsamgöngur um Keflavíkurflugvöll enn frekar, sem tengiflugvallar, og til farþega-og fraktflutninga til og frá landinu. Frekari uppbygging Keflavíkurflugvallar felur því í sér mikil tækifæri fyrir landið allt. Bæjarráð leggur því áherslu á að þau áform sem eru um frekari uppbyggingu Keflavíkurflugvallar komist til framkvæmda.

Góðir og fullnægjandi varaflugvellir eru mikilvægir út frá flugöryggi alþjóðaflugs. Bæjarráð Suðurnesjabæjar leggur áherslu á að nauðsynleg uppbygging varaflugvalla verði ekki fjármögnuð með fjármagni frá rekstri Keflavíkurflugvallar, slíkt myndi hafa veruleg neikvæð áhrif á nauðsynlega uppbyggingu Keflavíkurflugvallar og þar með leiða til þess að mikilvæg tækifæri fari forgörðum ef litið er til alls atvinnulífs í landinu. Þess vegna fagnar bæjarráð því að í niðurstöðum starfshóps sem vann drög að flugstefnu er áhersla á að uppbygging varaflugvalla verði ekki fjármögnuð af rekstri Keflavíkurflugvallar.

Fyrir þjóð sem byggir jafn mikið á flugsamgöngum og Íslendingar er ein grunn forsenda að búa að öflugu flugnámi, rétt eins og viðurkennt hefur verið um langa tíð að mikilvægt sé að bjóða upp á öflugt skipstjórnar- og vélstjórnarnám fyrir fiskiskipaflota þjóðarinnar. Bæjarráð Suðurnesjabæjar leggur áherslu á að Keilir, Flugskóli Íslands er stærsti flugskóli landsins, með höfuðstöðvar á Ásbrú. Mikil þörf er fyrir vel menntaða flugmenn og blasir við að sú þörf muni aukast. Í drögum að flugstefnu er lögð áhersla á aukna menntun og nýsköpun í þessari mikilvægu grein og því ber að fagna. Bæjarráð Suðurnesjabæjar leggur áherslu á að flugnám verði einn hluti menntakerfisins og opnað verði fyrir aðgengi flugnema að námslána- og styrkjakerfi eins og á við um annað lánshæft nám.

Í drögum að flugstefnu er ekki með beinum hætti tekin afstaða til hugmynda um nýjan alþjóðaflugvöll í Hvassahrauni. Bæjarráð minnir á að sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa ekki haft neina aðkomu að umfjöllun um þetta mál og hvetur samgönguyfirvöld til þess að sveitarfélögin fái tækifæri til að taka eðlilegan þátt í umfjöllun um málið, ef svo fer að framhald verði á því. Jafnframt bendir bæjarráð á að ómarkviss umræða um mögulega uppbyggingu flugvallar í næsta nágrenni Keflavíkurflugvallar skapi óvissu og sé til þess fallin að draga úr nauðsynlegum framkvæmdum og fjárfestingum við frekari uppbyggingu Keflavíkurflugvallar.

Í kafla 21 er fjallað um betri samskipti milli aðila í flugi og flugtengdri þjónustu, með því að komið verði á umræðu-og samstarfsvettvangi aðila. Bæjarráð leggur til að auk þeirra aðila sem taldir eru til á bls. 87 eigi fulltrúar sveitarfélaga í nærsamfélagi Keflavíkurflugvallar aðild að slíkum vettvangi.

9.Sandgerðisdagar 2019

1903076

Drög að dagskrá Sandgerðisdaga 2019.
Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar.

10.Suðurnesjabær - Framkvæmdir 2019

1902074

Opnuð hafa verið tilboð í gerð hringtorgs við Byggðaveg í Sandgerði. Alls bárust þrjú tilboð og var lægsta tilboð 75,9% af kostnaðaráætlun.
Afgreiðsla:

Samþykkt að lægsta tilboði í verkið verði tekið og samið verði við verktakann Grjótgarða á grundvelli tilboðs hans.

11.Fjölskyldu- og velferðarráð fundargerðir 2019

1901110

11. fundur dags. 08.08.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?