Fara í efni

Bæjarráð

133. fundur 06. desember 2023 kl. 15:30 - 17:05 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2024-2027

2303087

Fjárhagsáætlun 2024 ásamt þriggja ára áætlun 2025-2027 og tillögur um gjaldskrár.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2024-2027 ásamt gjaldskrám til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2.Suðurnesjabær - Samþykkt um gatnagerðargjöld

2211128

Tillaga um breytingar á samþykkt um gatnagerðargjöld, stofngjald vatns-og fráveitu, framkvæmda-,stöðu-og byggingarleyfisgjöld, afgreiðslu-og þjónustugjöld í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:
Tillaga um breytingar á samþykkt um gatnagerðargjöld samþykkt samhljóða og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Ákveðið að miða við tillögu B.

3.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga-endurskoðun 2023

2303098

Umsögn um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Afgreiðsla:

Bæjarráð leggur fram eftirfarandi bókun:

Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og hefur Suðurnesjabær fengið frumvarpið til umsagnar. Drög að frumvarpi var til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda í mars sl. Í umsögn Suðurnesjabæjar um drögin voru gerðar athugasemdir um allmörg atriði en ekki verður séð að tillit hafi verið tekið til þeirra í endanlegu frumvarpi. Samkvæmt útreikningum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir árið 2023 sem samanburðarár, lækka framlög til Suðurnesjabæjar um 204,9 mkr. ef frumvarpið verður að lögum, eða sem nemur 28,6% m.v. núverandi framlög. Útkomuspá Suðurnesjabæjar fyrir árið 2023 gerir ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu bæjarsjóðs upp á 21,6 mkr. m.v. núverandi fyrirkomulag. Ef lögin væru komin að fullu til framkvæmdar mætti gera ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu rekstrar bæjarsjóðs upp á 226,5 mkr.

Suðurnesjabær mótmælir því harðlega að samþykkt verði lög á Alþingi sem ganga jafn harkalega gegn hagsmunum sveitarfélagsins og fela í sér þann mismun sem að framan er rakið og sem mun á augljósan hátt hafa neikvæð áhrif á þjónustu við íbúa sveitarfélagsins.


Áætluð lækkun framlaga frá Jöfnunarsjóði um meira en 200 milljónir á ári mun leiða til verulegs og viðvarandi rekstrarhalla Suðurnesjabæjar. Sveitarfélagið mun því að óbreyttu þurfa að skerða lögbundna þjónustu við íbúa, þvert á þau fyrirheit sem gefin voru við sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs árið 2018.

Í jafn umfangsmiklu máli og hér er á ferð geta sveitarfélög og samtök þeirra á engan hátt unað því að gerðar séu grundvallar breytingar á frumvarpinu, án samráðs, rétt fyrir framlagningu þess á þingi. Breyting á 13. gr. frumvarpsins mun helst gagnast sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sem ekki leggja á hámarksútsvar. Breytingin gengur þvert gegn markmiðum frumvarpsins og mun valda tilfærslu verulegra fjármuna frá sveitarfélögum sem hafa takmarkaða möguleika til tekjuöflunar til sveitarfélaga sem gætu auðveldlega aukið tekjur sínar með öðrum leiðum.

Suðurnesjabær skorar því á öll sveitarfélög að mótmæla slíkum vinnubrögðum harðlega og væntir þess að Samband íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtök sveitarfélaga geri það einnig.

Samkvæmt frumvarpinu verður nýtt fyrirkomulag jöfnunar innleitt á þremur árum og kemur til fullrar framkvæmdar á fjórða ári eftir gildistöku laganna. Fyrir sveitarfélög sem verða fyrir miklum skerðingum er þessi aðlögunartími of stuttur. Verði frumvarpið að lögum telur Suðurnesjabær nauðsynlegt að lengja innleiðingartímabilið í að lágmarki átta ár.

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að senda ítarlega umsögn um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til Alþingis.

4.Framtíðarsýn íþrótta í Suðurnesjabæ

2303097

Á 17. fundi íþrótta-og tómstundaráðs dags. 22.11.2023 voru lögð fram drög að framtíðarsýn íþrótta í Suðurnesjabæ. Íþrótta-og tómstundaráð hefur engar athugasemdir við drögin.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa framtíðarsýn íþrótta í Suðurnesjabæ til bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarráð lýsir ánægju með þá vinnu sem liggur fyrir og ber væntingar til að vel takist til við að fylgja framtíðarsýn eftir.

5.Byggðakvóti

2212034

Erindi frá matvælaráðuneyti dags. 1. desember 2023, tilkynning um úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024, til Garðs 89 þíg. tonn og til Sandgerðis 65 þíg. tonn.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að óska eftir við matvælaráðuneytið að ákvæði reglugerðar nr. 852/2023 gildi um úthlutun byggðakvóta byggðarlagsins Garðs með breytingum skv. eftirfarandi:

a)
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 852/20223 verði:
Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2022 til 31. ágúst 2023.

b)
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 852/2023 breytist og verður:
Fiskiskipum er skylt að landa innan sveitarfélagsins þeim afla sem telja á til byggðakvóta Garðs og til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2023 til 31. ágúst 2024.

6.Bláa Lónið erindi til hluthafa

2005092

Stjórn Bláa Lónsins ehf boðar til hluthafafundar í félaginu þriðjudaginn 19.12.2023.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

7.Leikskóli við Byggðaveg nafn á nýjan leikskóla

2309048

Minnisblað frá bæjarstjóra með tillögu að nafni á nýjan leikskóla við Byggðaveg.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að nýr leikskóli við Byggðaveg fái heitið Grænaborg.

8.Bílastæðasjóður gjaldskrá

2312006

Tillaga um gjaldskrá Bílastæðasjóðs Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:
Tillaga um gjaldskrá bílastæðasjóðs Suðurnesjabæjar verði vísað til samþykktar í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 17:05.

Getum við bætt efni síðunnar?