Fara í efni

Bæjarráð

132. fundur 22. nóvember 2023 kl. 15:30 - 17:17 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2024-2027

2303087

Gjaldskrár 2024, forsendur. Árni Gísli Árnason, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:

Samþykkt að þjónustugjaldskrá byggist á framlögðum forsendum. Einnig er samþykkt tillaga um álagningu gjalda fyrir árið 2024.

2.Stjórnskipulag Suðurnesjabæjar

2307018

Tillaga um uppfært stjórnskipurit Suðurnesjabæjar. Haukur Þór Arnarson mannauðsstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:

Breyting á stjórnskipulagi Suðurnesjabæjar samþykkt samhljóða.

3.Stefna og viðbragsáætlun EKKO

2311052

Drög að stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi. Haukur Þór Arnarson mannauðsstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:

Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða stefnu og viðbragðsáætlun.

4.Náttúruvá á Reykjanesi

2311057

Minnisblað frá bæjarstjóra varðandi náttúruvá á Reykjanesi og málefni Grindavíkur.
Afgreiðsla:

Bæjarráð Suðurnesjabæjar sendir íbúum Grindavíkur stuðningskveðjur vegna þeirra atburða og óvissu sem upp er kominn vegna náttúruhamfara í og við Grindavík. Suðurnesjabær mun leggja sitt af mörkum til að koma til móts við íbúa og fyrirtæki í Grindavík með aðstoð, stuðningi og úrlausn mála eftir þörfum og aðstæðum.

5.Aðgerðastjórn - náttúruvá

2311009

Fundargerð aðgerðastjórnar dags. 17.11.2023.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

6.Ósk um tilnefningar í vatnasvæðanefnd

2211024

Erindi frá Umhverfisstofnun með ósk um tilnefningu á aðal-og varafulltrúa í vatnasvæðanefnd.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að skipa Einar Friðrik Brynjarsson sem aðalmann og Árna Gísla Árnason sem varamann í vatnasvæðanefnd.

7.Leikskóli við Byggðaveg nafn á nýjan leikskóla

2309048

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs með tillögum að nafni á nýjan leikskóla við Byggðaveg.
Afgreiðsla:

Lagt fram, mál í vinnslu.

8.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga-endurskoðun 2023

2303098

Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að skila inn umsögn um frumvarpið til Alþingis.

Fundi slitið - kl. 17:17.

Getum við bætt efni síðunnar?