Fara í efni

Bæjarráð

28. fundur 24. júlí 2019 kl. 15:00 - 15:45 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Laufey Erlendsdóttir formaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Einar Jón Pálsson varamaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð formaður

1907062

Vegna fjarveru kjörins formanns og varaformanns bæjarráðs er samþykkt að Laufey Erlendsdóttir varamaður formanns fari með umboð formanns bæjarráðs á þessum 28. fundi.

2.Hjallastefnan - uppgjör vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs

1902024

Minnisblað frá fjármálastjóra.
Með breytingum á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1/1997, lögum nr. 127/2016 sem einnig náðu til lífeyrissjóðsins Brúar, náðist að samræma lífeyriskerfi allra landsmanna. Ríkissjóður tók á sig um þriðjung skuldbindinga sveitarfélaga í LSR gegn því skilyrði að sveitarfélögin gerðu upp skuldbindingar sínar gagnvart A-deild Brúar. Það hafa sveitarfélögin gert. Við breytingu á lögum um opinberu lífeyrissjóðina láðist að taka fram með ótvíræðum hætti hvernig gera skyldi upp skuldbindingar sjálfstætt starfandi aðila þegar starfsmenn þeirra ættu aðild að opinberum lífeyrissjóðum á grunni kjarasamninga.
Í samkomulagi milli fjármála-og efnahagsráðherra, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Brúar lífeyrissjóðs, samhliða lagabreytingunni, skuldbatt ríkissjóður sig til að greiða án lagaskyldu framlag til A-deildar Brúar vegna skuldbindinga aðila, þ.m.t. sveitarfélaga, vegna verkefna sem að meirihluta eru fjármögnuð af ríkissjóði með samningum og ríki ber að sinna.
Á sama hátt, án ótvíræðrar lagaskyldu, fellst Suðurnesjabær á að greiða til Brúar lífeyrissjóðs áfallnar lífeyrisskuldbindingar í Jafnvægissjóð og Varúðarsjóð vegna Hjallastefnunnar á grunni þjónustusamnings Hjallastefnunnar við Suðurnesjabæ samtals kr. 4.108.055.

Bæjarstjóra falið að leggja fyrir bæjarráð tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna málsins.

Samþykkt samhljóða.

3.Fjárhagsáætlun 2019 - viðaukar

1901025

a) Viðauki 9 - heiðursborgari.
b) Viðauki 10 - Gerðaskóli.
Viðaukar 9 og 10 samþykktir samhljóða.

4.Samráðsfundur um ráðstöfun 5,3% aflaheimilda

1907041

Erindi frá Sambandi ísl sveitarfélaga vegna samráðsfundar þann 15. ágúst 2019.
Lagt fram til kynningar. Fulltrúar sveitarfélagsins mæta á fundin.

5.Styrkir almennt - 2019

1901049

Margrét Guðrún Svavarsdóttir- ósk um styrk vegna Golden Girl Training camp.
Samþykkt samhljóða að hafna umsókninni, enda samræmist hún ekki viðmiðum sem unnið er eftir við úthlutun styrkja.

6.Skagabraut 17

1812049

Erindi dags. 10.07.2019, ósk um stuðning vegna fasteignagjalda.
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að gera samning við umsækjanda um stuðning og aðgengi að einkasafni hans að Skagabraut 17.

7.Framkvæmda- og skipulagsráð - 12

1907001F

Fundur 09.07.2019.
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Getum við bætt efni síðunnar?