Fara í efni

Bæjarráð

130. fundur 25. október 2023 kl. 15:30 - 16:35 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Einar Jón Pálsson varamaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2024-2027

2303087

Drög að fjárhagsáætlun 2024-2027 og forsendur.
Afgreiðsla:
Drög að fjárhagsáætlun lögð fram.
Samþykkt samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að útsvarsprósenta fyrir árið 2024 verði sú sama og á árinu 2023 eða 14,74% bæjarráð samþykkir einnig samhljóða að vísa drögum að fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.Lög og reglugerðir til umsagnar

1902075

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038, ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, þingmál nr. 315.
Afgreiðsla:
Samþykkt að senda inn umsögn. Bæjarstjóra falið að leiða vinnu við umsögn sveitarfélagsins.

3.Skoðun á mögulegri sameiningu Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis

2310066

Erindi til mennta-og barnamálaráðherra dags. 18.10.2023 frá stjórn og framkvæmdastjóra Keilis og skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurnesja um mögulega sameiningu skólanna.
Afgreiðsla:
Erindi lagt fram.
Bókun bæjarráðs: Bæjarráð leggur áherslu að óvissu sé eytt um þetta mikilvæga hagsmunarmál sem varðar menntun á suðurnesjum og starfssemi þeirra menntastofnana sem um ræðir.

4.Suðurgata 2-4 - Graystone - Húsnæðismál

2212042

Erindi frá fasteignasala þar sem Suðurnesjabæ er boðið að kaupa eignina Suðurgata 2-4 í Sandgerði.
Afgreiðsla:
Erindi hafnað.

5.Þekkingarsetur Suðurnesja

1902052

Óskað eftir framtíðarfyrirkomulagi sýninga sem Þekkingarsetrið rekur fyrir sveitarfélagið.
Afgreiðsla:
Minnisblað lagt fram, bæjarráð óskar eftir nánari upplýsingum um starfssemina.

Fundi slitið - kl. 16:35.

Getum við bætt efni síðunnar?