Fara í efni

Bæjarráð

129. fundur 11. október 2023 kl. 15:30 - 16:53 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Dagskrá

1.Fjárfestingar og eftirlit með framvindu

2002031

Yfirlit yfir stöðu fjárfestinga janúar-september 2023. Elísabet G. Þórarinsdóttir fjármálastjóri og Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

2.Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar

2304031

Tillögur um viðauka 3-5 við fjárhagsáætlun 2023. Elísabet G. Þórarinsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Viðaukar 3 - 5 samþykktir samhljóða og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

3.Samgönguáætlun - sjóvarnir

2210020

Minnisblað GB Stjórnsýsluráðgjafar um lagaleg álitaefni um skyldur sveitarfélagsins vegna sjóvarna og óskir landeiganda um atbeina sveitarfélagsins til að verja land og mannvirki.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að svarbréf til landeiganda verði eins og lagt er til í minnisblaðinu.

4.Framtíðarsýn íþrótta í Suðurnesjabæ

2303097

Staða verkefnis um mótun framtíðarsýnar íþrótta í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:
Bæjarráð lýsir ánægju með verkefnið sem snýr að mótun framtíðarsýnar í íþróttamálum í Suðurnesjabæ og bindur miklar vonir við að verkefnið klárist sem fyrst.

5.Verk og vit-íslenskur byggingariðnaður, skipulagsmál og mannvirkjagerð

2310023

Erindi frá Kadeco um sameiginlega þátttöku á stórsýningunni Verk og vit í apríl 2024.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær taki þátt í sýningunni Verk og vit, eins og lagt er upp með í erindinu frá Kadeco.

Fundi slitið - kl. 16:53.

Getum við bætt efni síðunnar?