Fara í efni

Bæjarráð

27. fundur 10. júlí 2019 kl. 15:00 - 18:10 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Pálmi Steinar Guðmundsson varamaður
  • Álfhildur Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir fyrstu tveimur dagskráðliðunum.

1.Suðurnesjabær - Framkvæmdir 2019

1902074

Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
Afgreiðsla:

Sviðsstjóri fór yfir framkvæmdaáætlun ársisns 2019.
Lagt var fram minnisblað frá sviðsstjóra varðandi framkvæmdir við hringtorg við Byggðaveg. Bæjarráð samþykkir að viðhaft verið lokað útboð/verðkönnun vegna framkvæmdanna við hringtorgið í samræmi við minnisblaðið.

2.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga- fjárfesting og eftirlit með framvindu 2019

1903062

Erindi frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem óskað er eftir yfirliti yfir stöðu einstakra verkefna sveitarfélagsins í árslok 2019.
Afgreiðsla:

Bæjarstjóra falið að kynna erindið sviðsstjórum og vinna áfram.

3.Samþykkt stjórnar sambandsins vegna erindis ASÍ um áhrif hækkunar fasteignamats og hugsanleg viðbrögð sveitarfélaga

1906047

Erindi frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Afgreiðsla:

Erindið lagt fram.

4.Almenningsbókasafnið í Garði tímabundin lokun

1907010

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með samvinnu starfsfólks bókasafnanna í Suðurnesjabæ við að tryggja íbúum bæjarfélagsins og þá sérstaklega íbúum í Garði sem besta þjónustu í því ástandi sem skapast hefur vegna tímabundinnar lokunar bókasafnsins í Garði. Bæjarráð leggur áherslu á að sú þjónusta sem í boði verður verði kynnt íbúum hið fyrsta.

5.Nordregio - heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna

1907011

Til kynningar.
Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar.

6.Staða í samningarmálum

1907016

Erindi frá Verkalýðs og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis.
Afgreiðsla:

Líkt og önnur sveitarfélög hefur Suðurnesjabær framselt samningsumboð sitt til Sambands íslenskra sveitarfélaga og því er sveitarfélaginu ekki heimilt að hafa afskipti af deilunni á meðan samningsumboðið er hjá sambandinu.

7.Stækkun Keflavíkurfluvallar - drög að matsáætlun

1807105

Ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu að matsáætlun Isavia um stækkun Keflavíkurflugvallar.
Afgreiðsla:

Bæjarráð tekur undir það álit bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja taki til skoðunar þær afleiðingar sem flugvöllur í Hvassahrauni myndi hafa fyrir Suðurnesin.

8.Úttekt Reykjanes Geopark 2019

1907025

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um fyrirhugaða úttekt UNESCO á jarðvanginum nú í júlí.
Afgreiðslu:

Bæjarráð leggur áherslu á mikilvægi þess að Jarðvangurinn njóti áfram vottunar UNESCO sem einstakt landfræðilegt jarðsvæði með minjum á heimsvísu og hvetur bæjarfulltrúa, embættismenn og íbúa til að kynna sér hann nánar.

9.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga

1907032

Lagt fram.
Afgreiðsla:

Bæjarráð hvetur kjörna fulltrúa til að kynna sér dagskrá þingsins og sækja það hafi þeir tök á. Þá telur bæjarráð mikilvægt að það starfsfólk sveitarfélagsins sem fer með mannauðsmál mæti á landsfundinn.

10.Samstarf safna - ábyrgðarsöfn

1907038

Erindi frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir að Suðurnesjabær taki þátt í fýsileikakönnun vegna samstarfs safna sem er unnin í tengslum við byggðaáætlun 2018-2024. Erindinu vísað til ferða-, safna- og menningarráðs til kynningar.

11.Þjóðskrá Íslands - fasteignamat 2020

1907039

Upplýsingar um fasteignamat fyrir árið 2020.
Afgreiðsla:

Lagt fram.
Bæjarráð leggur áherslu á að í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2020 verði leitast við að milda áhrif hækkunar fasteigmats í gjaldskrám Suðurnesjabæjar með sama hætti og gert var fyrir árið 2019.

12.Fjölskyldu- og velferðarráð fundargerðir 2019

1901110

10. fundur dags. 27.06.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerð lögð fram.
Mál nr. 3 í fundargerð staðfest.
Mál nr. 4 í fundargerð staðfest.

13.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2019

1902057

745. fundur stjórnar dags. 24.06.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerð lögð fram.

14.Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga

1901021

2. fundur dags. 02.05.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerð lögð fram.
Bæjarráð tekur undir áherslur öldungaráðs á þróun og uppbyggingu dagdvalarrýma í heimabyggð, heilsueflandi heimsóknir fyrir eldri borgara og almenna heilsueflingu og virkni eldri borgara.

15.Samband íslenskra sveitarfélaga fundargerðir 2019

1901109

872. fundur stjórnar dags. 21.06.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerð lögð fram.

16.Fasteignafélag Sandgerðis fundargerðir 2019

1906050

Fundur stjórnar dags. 26.06.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerð lögð fram.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Getum við bætt efni síðunnar?