Fara í efni

Bæjarráð

128. fundur 27. september 2023 kl. 15:30 - 17:22 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu-og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Leikskólinn Sólborg rekstur

2208012

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs og fjármálastjóra varðandi rekstrarkostnað vegna framkvæmda á húsnæði leikskólans Sólborgar. Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Elísabet G Þórarinsdóttir fjármálastjóri sátu fundinn undir dagskrármálum 1 - 3.
Afgreiðsla: Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að láta vinna tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun samkvæmt minnisblaðinu og leggja fyrir bæjarráð.

2.Leikskólinn Sólborg

1901046

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs vegna viðauka um aðilaskipti rekstrar leikskólans Sólborgar.
Afgreiðsla: Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að ganga frá viðauka við samning við Hjallastefnuna ehf um aðilaskipti rekstrar og jafnframt viðauka við fjárhagsáætlun vegna málsins.

3.Stuðningsþjónusta almennt

2302021

Minnisblað frá sviðsstjora fjölskyldusviðs og deildarstjóra félagsþjónustu varðandi viðauka vegna vistunarúrræðis.
Afgreiðsla: Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að undirbúa viðauka vegna kostnaðar við vistunarúrræði.

4.Rekstraryfirlit 2023

2304039

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar-ágúst 2023. Elísabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir dagskrármálum 4 og 5.
Afgreiðsla: lagt fram.

5.Fjárhagsáætlun - lántaka

2207012

Tillaga frá fjármálastjóra um lántöku samkvæmt fjárhagsáætlun.
Afgreiðsla: Samþykkt samhljóða að veita heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 300.000.000, samkvæmt tillögu fjármálastjóra og í samræmi við fjárhagsáætlun 2023.

6.Erindi frá Unglingaráðum Reynis og Víðis

2309078

Með erindi dags. 14. september 2023 fara unglingaráð Reynis og Víðis þess á leit að settur verði á laggirnar frístundabíll fyrir unga iðkendur sem þurfa að fara milli byggðarkjarna til að sækja íþróttaæfingar.
Afgreiðsla: Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að leita leiða til að hefja frístundaakstur milli byggðarkjarnanna í Suðurnesjabæ, eins og fram kemur í erindinu.

7.Heilbrigðisþjónusta í Suðurnesjabæ

2010066

Þingslályktunartillögur og erindi varðandi heilbrigðisþjónustu í Suðurnesjabæ.
Bókun fundar: Bæjarráð tekur undir og lýsir ánægju með þingsályktunartillögur þingmanna um heilbrigðisþjónustu í Suðurnesjabæ.

Afgreiðsla: Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

8.Sveitarfélagið Vogar - sameiningarmál-ósk um fund

2309116

Erindi frá Sveitarfélaginu Vogum dags. 24. september 2023 með bókun bæjarráðs varðandi valkostagreiningu vegna sameiningar sveitarfélaga. Óskað er eftir fundi með fulltrúum Suðurnesjabæjar til þess að ræða málefnið og kanna hvort grundvöllur sé til þess að skoða það frekar, t.d. með óformlegum könnunarviðræðum sem miða að því að meta kosti og ókosti sameiningar.
Afgreiðsla: Samþykkt að þiggja boð Sveitarfélagins Voga um fund til að ræða málefnið.

9.Leikskóli við Byggðaveg-Framkvæmdir

2109077

Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs um hönnun leikskólalóðar, þar sem m.a. er óskað eftir heimild til samninga við Landslag ehf um hönnun leikskólalóðarinnar.
Afgreiðsla: Samþykkt samhljóða að veita heimild til að ganga til samninga við Landslag ehf um hönnun leikskólalóðar.

10.Málstefna Suðurnesjabæjar

2309090

Minnisblað frá bæjarstjóra um mótun málstefnu, með tilvísun í 130. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 38/2011.
Afgreiðsla: Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að láta vinna málstefnu Suðurnesjabæjar.

Fundi slitið - kl. 17:22.

Getum við bætt efni síðunnar?