Fara í efni

Bæjarráð

127. fundur 13. september 2023 kl. 15:30 - 17:20 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Leikskólar í Suðurnesjabæ

2308075

Framhaldsumræða frá síðasta bæjarráðsfundi um leikskólamál í Suðurnesjabæ. Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla: lagt fram. Sviðsstjóra fjölskyldusvið og bæjarstjóra falið að vinna nánari útfærslu á tillögum sem koma fram í minnisblaði.

2.Leikskóli við Byggðaveg, nafn á nýjan leikskóla

2309048

Hugmynd um að leita til íbúa varðandi nafn á nýjum leikskóla við Byggðaveg. Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla: samþykkt að leita eftir tillögum um nafn meðal íbúa Suðurnesjabæjar á nýjum leikskóla við Byggðaveg.

3.Samgönguáætlun - sjóvarnir

2210020

Yfirferð yfir stöðu sjóvarna í Suðurnesjabæ, þörf næstu ára og áætlaðar framkvæmdir við sjóvarnir í samgönguáætlun. Einar Friðrik Brynjarsson, deildarstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bókun fundar:
Í ljósi þess að búast má við sjávarflóðum mun tíðar en áður vegna veðurskilyrða og hækkandi sjávarstöðu er mikilvægt að stjórnvöld bregðist við þessari auknu náttúruvá með tilheyrandi hætti. Sjávarflóð og varnir vegna þeirra skipta æ meira máli í sjávarbyggðum eins og í Suðurnesjabæ þar sem landbrot og tjón hefur verið töluvert þegar sjór hefur gengið á land. Nýlegt dæmi um þetta eru þau sjávarflóð sem gengu yfir stóran hluta Suðurnesjabæjar nú í byrjun september. Sjávarflóð eru ein tegund af náttúruvá sem við búum við hér á landi, mikilvægt er að bregðast við þessari vá á sama hátt og t.d. ofanflóðahættu þar sem góðar varnir skipta höfuðmáli til að lágmarka líkur á neikvæðum áhrifum á samfélagið.
Greiningar á sjóvörnum, flóðahættu og landrofi Suðurnesjabæjar gefa skýr merki um þörfina á bættum sjóvörnum í Suðurnesjabæ. Verkefni sem Suðurnesjabær telur forgangsverkefni á næstu árum og skilað var inn við vinnslu samgönguáætlunar, skila sér ekki eða þá af takmörkuðu leiti inn í þá samgönguáætlun sem nú er aðgengileg í samráðsgáttinni.
Bæjarráð Suðurnesjabæjar krefst þess að stjórnvöld bregðist skjótt við og tryggi viðunandi fjármögnun til sjóvarna hið fyrsta.

Afgreiðsla: lagt fram.

4.Umboð

1902069

Umboð til handa Árna Gísla Árnasyni og niðurfelling á sama umboði Bergnýjar Jónu Sævarsdóttur.
Afgreiðsla: samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:20.

Getum við bætt efni síðunnar?