Fara í efni

Bæjarráð

126. fundur 30. ágúst 2023 kl. 15:30 - 17:25 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu-og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2024-2027

2303087

Drög að rammaáætlun rekstrar og forsendur fjárhagsáætlunar til umfjöllunar. Elísabet G Þórarinsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram.

2.Leikskólinn Sólborg

1901046

Lagðir fram samningar við Hjallastefnuna ehf og Skóla ehf um aðilaskipti að rekstri leikskólans Sólborgar frá og með 1. september 2023.
Lagt fram.

3.Leikskólar í Suðurnesjabæ

2308075

Minnisblað frá bæjarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs um fjölda leikskólarýma og barna á leikskólaaldri í Suðurnesjabæ. Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Samkvæmt upplýsingum í minnisblaðinu mun leikskólarýmum ekki fækka með tilkomu nýs leikskóla og lokun Sólborgar. Leikskólinn Sólborg hefur að mestu verið rekinn með um það bil 120 börn, í einhverjum tilvikum aðeins umfram það. Nýr leikskóli mun að lágmarki rúma 126 börn, en að líkindum eitthvað fleiri. Þar með verður hægt að tryggja fleiri börnum leikskólavist með tilkomu nýs leikskóla en er við núverandi aðstæður.

4.Vinnumálastofnun-umsækjendur um alþjóðlega vernd

2307028

Samskipti við Vinnumálastofnun varðandi áform um búsetu umsækjenda um alþjóðlega vernd í Suðurnesjabæ. Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Í ljósi þess að Vinnumálastofnun hefur tilkynnt að unnið sé að því að koma upp búsetu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Suðurnesjabæ, ítrekar bæjarráð bókun bæjarráðs frá 12. júlí 2023 sem komið var á framfæri við ráðherra og fleiri aðila í stjórnkerfinu. Þar koma m.a. fram áhyggjur bæjarráðs af því að með þessu muni verða miklar áskoranir gagnvart innviðum sveitarfélagsins og að sú þjónusta sem sveitarfélagið heldur úti fyrir íbúana muni ekki standa undir því að fá fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd til búsetu í sveitarfélaginu. Þá benti bæjarráð á að Suðurnesjabær annast það verkefni að veita fylgdarlausum börnum skjól og þjónustu, sem felur í sér mikla áskorun sérstaklega fyrir félagsþjónustu og barnavernd. Bæjarráð ítrekar áhyggjur af þessum einhliða áformum ríkisins og lýsir vonbrigðum með að afstaða sveitarfélagsins virðist ekki hafa nein áhrif í því sambandi.

5.Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands - aðalfundur 2023

2308054

Boð á aðalfund fulltrúaráðs EBÍ 6. október 2023.
Lagt fram, Magnús Sigfús Magnússon verður fulltrúi Suðurnesjabæjar á aðalfundinum.

6.Heilbrigðisnefnd Suðurnesja - fundargerðir 2023

2301091

302. fundur dags. 24.08.2023.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:25.

Getum við bætt efni síðunnar?