Fara í efni

Bæjarráð

26. fundur 26. júní 2019 kl. 13:00 - 15:15 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir dagskrárliðum 1 til 3.

1.Gerðaskóli - Beiðni um viðauka vegna haustannar 2019

1906009

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt að verða við erindinu og bæjarstjóra falið að leggja tillögu um viðauka fyrir bæjarráð.

2.Fjölskyldusvið-skipulag frístunda- og félagsþjónustudeildar

1811020

Minnisblað með tillögum frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Afgreiðsla:

Tillögur í minnisblaðinu samþykktar og vísað til kynningar í Fjölskyldu-og velferðarráði. Bæjarstjóra falið að leggja tillögu um viðauka fyrir í bæjarráði þar sem gert verður ráð fyrir 50% auknu stöðugildi á fjölskyldusviði.

3.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags

1902039

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Afgreiðsla:

Erindi sviðsstjóra samþykkt fyrir skólaárið 2019-2020. Bæjarstjóra falið að leggja tillögu um viðauka fyrir bæjarráð.

4.Gerðaskóli - húsnæðismál

1809079

Minnisblað frá stýrihópi um húsnæðismál Gerðaskóla.
Afgreiðsla:

Tillaga stýrihópsins um lausnir á þörf fyrir kennslurými samþykkt. Húsrými almenningsbókasafns á neðri hæð verði nýtt sem kennslurými fyrir 1. bekk á komandi skólaári. Íbúum í Garði verður veitt bókasafnsþjónusta frá almenningsbókasafninu í Sandgerði meðan þessi tímabundna ráðstöfun stendur yfir. Bæjarráð leggur áherslu á að útfærsla á bókasafnsþjónustu fyrir íbúa í Garði liggi fyrir sem allra fyrst.

5.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda

1902033

Erindi frá Björgunarsveitinni Sigurvon.
Afgreiðsla:

Erindið samþykkt með tilvísun í reglur um styrki til félagasamtaka til greiðslu fasteignagjalda.

6.Tillaga til þingsályktunar um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum

1903015

Ályktun Alþingis um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
Afgreiðsla:

Bæjarráð Suðurnesjabæjar fagnar því að Alþingi hafi samþykkt þingsályktunartillögu þingmanna Suðurkjördæmis um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Jafnframt lýsir bæjarráð ánægju með samstöðu þingmanna kjördæmisins í málinu. Suðurnesjabær er reiðubúinn til að leggja sitt af mörkum í þeirri vinnu sem framundan er á grundvelli ályktunar Alþingis og væntir þess að vinna samkvæmt henni hefjist sem fyrst.

7.Fræðsluráð - 9

1906007F

Fundur dags. 18.06.2019.
Afgreiðsla:

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 15:15.

Getum við bætt efni síðunnar?