Fara í efni

Bæjarráð

124. fundur 26. júlí 2023 kl. 15:30 - 16:45 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Rekstraryfirlit 2023

2304039

Rekstraryfirlit janúar - júní 2023. Elísabet G Þórarinsdóttir sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram.

2.Ráðhús - húsnæði

2303102

Minnisblað frá bæjarstjóra, mannauðsstjóra og verkefnastjóra á umhverfis-og skipulagssviði og frá JeES arkitektum varðandi breytingar á húsnæði ráðhúss. Haukur Þór Arnarson mannauðsstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Samþykkt samhljóða að láta vinna þarfagreiningu vegna starfsemi sviða í ráðhúsinu í Garði samkvæmt tillögum í minnisblöðum.

3.Starfsmannamál

2307056

Minnisblað frá bæjarstjóra og mannauðsstjóra varðandi starfsmannamál og starfaskipulag á stjórnsýslu-og fjármálasviði. Haukur Þór Arnarson mannauðsstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Tillaga í minnisblaði varðandi starfsmannamál og starfaskipulag samþykkt samhljóða.

4.Deiliskipulag Garðskaga - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

1809067

Á 46. fundi framkvæmda-og skipulagsráðs dags. 20.07.2023 var til umfjöllunar tillaga að deiliskipulagi Garðskaga, sem var auglýst samhliða nýju aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034, sem hefur öðlast gildi. Framkvæmda-og skipulagsráð samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagi Garðskaga og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun skipulagið til staðfestingar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða að staðfesta tillögu að deiliskipulagi Garðskaga, skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun deiliskipulagið til staðfestingar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Framkvæmda- og skipulagsráð - 46

2307009F

46. fundur dags. 20.07.2023.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Getum við bætt efni síðunnar?