Bæjarráð
Dagskrá
1.Svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og afbrotum á Suðurnesjum - Velferðarmiðstöð Suðurnesja.
2304008
Erindi frá Ríkislögreglustjóra með ósk um samstarf við sveitarfélögin á Suðurnesjum um áframhaldandi þróun á svæðisbundnu samráði gegn ofbeldi og öðrum afbrotum. Jafnframt ósk um að gengið verði frá samstarfsyfirlýsingu þess efnis.
Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær taki þátt í samstarfinu og bæjarstjóra falið að undirrita samstarfsyfirlýsingu.
2.Stjórnskipulag Suðurnesjabæjar
2307018
Minnisblað frá bæjarstjóra með tillögu um breytingar á stjórnskipuriti.
Tillaga bæjarstjóra um breytingar á stjórnskipuriti samþykkt samhljóða. Í því felst að mannauðsstjóri heyri beint undir bæjarstjóra og heiti stjórnsýslusviðs verði breytt í stjórnsýslu-og fjármálasvið.
3.Vinnumálastofnun-umsækjendur um alþjóðlega vernd
2307028
Minnisblað frá bæjarstjóra með frásögn af fundi fulltrúa Suðurnesjabæjar með fulltrúum Vinnumálastofnunar varðandi áform um búsetu umsækjenda um alþjóðlega vernd í Suðurnesjabæ.
Bæjarráð áréttar að Suðurnesjabær annast það verkefni að veita fylgdarlausum börnum skjól og þjónustu og það eitt og sér er mikil áskorun fyrir innviði og þjónustu Suðurnesjabæjar, sérstaklega félagsþjónustu og barnavernd. Með því verkefni er Suðurnesjabær að leggja sitt af mörkum við að taka vel á móti börnum sem leita til Íslands og eru ein á ferð. Suðurnesjabær vill leysa þetta verkefni með sóma og starfsfólk sveitarfélagsins hefur lagt sig fram um það.
Bæjarráð Suðurnesjabæjar lýsir þungum áhyggjum af einhliða áformum Vinnumálastofnunar um að taka á leigu húsnæði í Garði til að hýsa stóran hóp af umsækjendum um alþjóðlega vernd. Bæjarráð lýsir einnig áhyggjum af því að innviðir sveitarfélagsins og sú þjónusta sem sveitarfélagið heldur úti fyrir íbúana munu ekki standa undir því að fá þann fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd til búsetu í sveitarfélaginu sem áform eru um samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Bæjarráð bendir á að þótt svo fyrir liggi að finna þurfi stórum hópi umsækjenda húsnæði á Íslandi á næstu mánuðum, þá verði ríkið að gæta þess að ganga ekki fram með þeim hætti að íþyngja innviðum og þjónustu sveitarfélaga þannig að illa verði við ráðið og leiði til lakari þjónustu við íbúa sveitarfélaganna.
Bæjarráð Suðurnesjabæjar lýsir þungum áhyggjum af einhliða áformum Vinnumálastofnunar um að taka á leigu húsnæði í Garði til að hýsa stóran hóp af umsækjendum um alþjóðlega vernd. Bæjarráð lýsir einnig áhyggjum af því að innviðir sveitarfélagsins og sú þjónusta sem sveitarfélagið heldur úti fyrir íbúana munu ekki standa undir því að fá þann fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd til búsetu í sveitarfélaginu sem áform eru um samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Bæjarráð bendir á að þótt svo fyrir liggi að finna þurfi stórum hópi umsækjenda húsnæði á Íslandi á næstu mánuðum, þá verði ríkið að gæta þess að ganga ekki fram með þeim hætti að íþyngja innviðum og þjónustu sveitarfélaga þannig að illa verði við ráðið og leiði til lakari þjónustu við íbúa sveitarfélaganna.
4.Samband íslenskra sveitarfélaga-fundargerðir 2023
2301078
931. fundur stjórnar dags. 22.06.2023.
Lagt fram.
5.Fasteignafélagið Sunnubraut 4
2006050
Fundargerð aðalfundar dags. 27.06.2023.
Lagt fram.
6.Fasteignafélag Sandgerðis
2107018
Fundargerð aðalfundar dags. 29.06.2023.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 16:30.