Fara í efni

Bæjarráð

122. fundur 28. júní 2023 kl. 15:30 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Einar Jón Pálsson varamaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Rekstraryfirlit 2023

2304039

Rekstraryfirlit tímabilið janúar-maí 2023
Lagt fram.

2.Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

2305019

Ráðning í stöðu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs
Samþykkt samhljóða að Árni Gísli Árnason verði ráðinn í stöðu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.

3.Ráðhús - húsnæði

2303102

Samantekt um möguleika á að sameina starfsstöðvar í einu ráðhúsi.
Samþykkt samhljóða að unnið verði áfram markvisst að því að sameina starfsstöðvar í einu ráðhúsi. Bæjarstjóra falið að láta vinna málið áfram og leggja áætlun fyrir bæjarráð.

4.Þjónustusamningur við Sv. Voga um aðkeypta launaþjónustu

2306054

Drög að þjónustusamningi við Sveitarfélagið Voga um launavinnslu o.fl.
Samþykkt að fela bæjarstjóra að undirrita þjónustusamning við Sveitarfélagið Voga.

5.Sérstakur húsnæðisstuðningur

1806132

Á 45. fundi fjölskyldu-og velferðarráðs voru staðfestar tillögur um breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning miðað við uppfærð viðmið félags-og vinnumarkaðsráðuneytis skv. leiðbeinandi reglum fyrir árið 2023. Fjölskyldu-og velferðarráð samþykkti að leggja málið fram til samþykktar í bæjarráði.
Breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning samþykktar samhljóða.

6.Samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa

1901092

Á 45. fundi fjölskyldu-og velferðarráðs viðauka við samning Suðurnesjabæjar við Reykjavíkurborg um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar, í viðaukanum sem barst í júní 2023 frá Reykjavíkurborg kemur fram að gistináttagjald hækkar úr kr. 17.500 í kr. 46.000. Í bókun fjölskyldu-og velferðarráðs kemur fram að Suðurnesjabær hafi ekki upp á að bjóða önnur sambærileg úrræði fyrir heimilislausa og leggur til að viðaukinn við samninginn verði samþykktur. Málinu vísað áfram til bæjarráðs.
Viðauki við samning við Reykjavíkurborg samþykktur samhljóða.

7.Leikskólinn Sólborg

1901046

Minnisblað með tillögu um aðilaskipti í rekstri leikskólans Sólborgar
Samþykkt samhljóða að veita bæjarstjóra umboð til að vinna að samkomulagi við Hjallastefnuna ehf. og Skóla ehf. um að Skólar taki við rekstri leikskólans Sólborgar eigi síðar en 1. nóvember 2023, eins og gerð er grein fyrir í minnisblaðinu. Samkomulag verði lagt fyrir bæjarráð til staðfestingar.

8.Leikskóli við Byggðaveg - rekstur

2306034

Drög að samningi við Skóla ehf um rekstur leikskóla við Byggðaveg
Samþykkt samhljóða að veita bæjarstjóra umboð til að ganga frá samningi við Skóla ehf um rekstur leikskóla við Byggðaveg samkvæmt fyrirliggjandi drögum samningi.

9.Aðalskipulag Suðurnesjabæjar

2101022

Á 45. fundi framkvæmda-og skipulagsráðs dags. 14.06.2023 var lagt fram minnisblað með yfirliti yfir lagfæringar á aðalskipulagi Suðurnesjabæjar, eftir athugun Skipulagsstofnunar í kjölfar á samþykkt bæjarstjórnar. Framkvæmda-og skipulagsráð samþykkti lokafrágang Aðalskipulags Suðurnesjabæjar eftir athugun Skipulagsstofnunar.
Lagt fram.
Bæjarráð lýsir ánægju með að í gær áritaði bæjarstjóri nýtt aðalskipulag Suðurnesjabæjar, sem Skipulagsstofnun mun birta til gildistöku. Um er að ræða fyrsta aðalskipulag Suðurnesjabæjar, sem er mikilvægur áfangi í áframhaldandi þróun og uppbyggingu í sveitarfélaginu.

10.Garðbraut - börn og bílaumferð

2305065

Á 45. fundi framkvæmda-og skipulagsráðs dags. 14.06.2023 voru lagðar fram til umræðu tillögur að bættu umferðaröryggi á Garðbraut. Ráðið samþykkti samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að lækka hámarkshraða á Garðbraut við Gerðaskóla niður í 30 km á klst.
Bæjarráð tekur undir tillögur ráðsins um bætt umferðaröryggi við Garðbraut og samþykkir tillögu um að hámarkshraði á Garðbraut við Gerðaskóla verði lækkaður í 30 km á klst. Bæjarstjóra falið að eiga viðræður við Vegagerðina og lögreglu um framgang málsins. Bæjarráð hvetur framkvæmda-og skipulagsráð til áframhaldandi vinnu á sviði umferðaröryggismála í Suðurnesjabæ.

11.Reykjanes jarðvangur - stefnumótun 2023

2306035

Stefnumótun Reykjanes jarðvangs ásamt aðgerðaáætlun
Lagt fram.

12.Framkvæmda- og skipulagsráð - 45

2306001F

45. fundur dags. 14.06.2023.
Lagt fram.

13.Fjölskyldu- og velferðarráð - 45

2306011F

Fundur dags. 22.06.2023.
Lagt fram.

14.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2023

2301048

a) 547. fundur stjórnar dags. 10.05.2023.
b) 548. fundur stjórnar dags. 13.06.2023.
Lagt fram.

15.Samband íslenskra sveitarfélaga-fundargerðir 2023

2301078

a) 929. fundur stjórnar dags. 09.06.2023.
b) 930. fundur stjórnar dags. 15.06.2023.
Lagt fram.

16.Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja fundargerðir 2023

2301086

39. fundur dags. 08.06.2023.
Lagt fram.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?