Fara í efni

Bæjarráð

121. fundur 14. júní 2023 kl. 06:30 - 07:10 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Laufey Erlendsdóttir varamaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Fagháskólanám í leikskólafræðum

2006003

Þátttaka í samstarfi um fagháskólanám í leikskólafræðum.
Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær taki þátt í samstarfi um fagháskólanám í leikskólafræðum og hvetur leikskólana í Suðurnesjabæ til að gefa starfsfólki kost á að stunda námið.

2.Þingsályktun þjónusta við eldra fólk

2304058

Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk, gott að eldast. Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs um samþætta þjónustu í heimahúsum, þróunarverkefni.
Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær taka þátt í verkefninu.

3.Skötumessa

2006052

Erindi frá Ásmundi Friðrikssyni fyrir hönd Skötumessu í Garði, ósk um gjaldfrjáls afnot að Miðgarði í Gerðaskóla vegna skötumessu 19. júlí nk.
Samþykkt samhljóða að veita Skötumessu gjaldfrjáls afnot af Miðgarði, sal Gerðaskóla þann 19. júlí 2023, allur ágóði rennur til velferðarmála.

4.Stuðningsþjónusta almennt

2302021

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs og deildarstjóra félagsþjónustu.
Samþykkt samhljóða að verða við erindi í minnisblaðinu. Bæjarstjóra er falið að leggja fram tillögu að viðauka vegna málsins.

5.Aðalfundur Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs

2105059

Fundargerð aðalfundar Keilis dags. 23.05.2023
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 07:10.

Getum við bætt efni síðunnar?