Fara í efni

Bæjarráð

25. fundur 20. júní 2019 kl. 15:00 - 16:45 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Heilsueflandi samfélag á Suðurnesjum

1905099

Viljayfirlýsing um samstarf.
Samþykkt að fela bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsinguna, um samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Embættis landlæknis, um heilsueflandi samfélag á Suðurnesjum. Einnig samþykkt að í samstarfi við Embætti landlæknis verði skoðaðir kostir þess að Suðurnesjabær verði heilsueflandi samfélag.

2.Kalka sorpeyðingarstöð og Sorpa staða á sameiningarhugmyndum

1806442

Bókun bæjarráðs Reykjanesbæjar um skipan vinnuhóps eigendasveitarfélaga varðandi framtíð Kölku.
Samþykkt að verða við erindi bæjarráðs Reykjanesbæjar um skipan samráðshóps fulltrúa sveitarfélaganna. Ólafur Þór Ólafsson formaður bæjarráðs verði fulltrúi Suðurnesjabæjar í samráðshópnum.

3.Samdráttur á Keflavíkurflugvelli vegna flugfélagsins WOW

1903085

Aðgerðaáætlun mennta- og menningarmálaráðuneytis - Suðurnes 2019.
Lagt fram.

4.Grænbók um stefnu um málefni sveitarfélaga

1905094

Erindi dags. 29.05.2019.
Lagt fram.

5.Félagsþjónusta samstarfssamningur við Sveitarfélagið Voga

1903023

Drög að samstarfssamningi.
Drög að samstarfssamningi samþykkt með áorðnum breytingum, bæjarstjóra falið að undirrita samninginn.

6.Fjölskyldusvið: fræðsluþjónusta

1807110

Drög að samstarfssamningi við Sveitarfélagið Voga.
Drög að samstarfssamningi samþykkt, bæjarstjóra falið að undirrita samninginn.

7.Styrkir almennt - 2019

1901049

Erindi frá Jazzfjelagi Suðurnesjabæjar.
Samþykkt að fela bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um erindið, afgreiðslu málsins frestað.

8.Samband íslenskra sveitarfélaga landsþing 2019

1901105

Boðun aukalandsþings 6. September 2019.
Lagt fram.

9.Bláa Lónið fundarboð aðalfundar 2019

1906018

Boð á aðalfund dags. 27. júní 2019.
Samþykkt að Ólafur Þór Ólafsson formaður bæjarráðs fari með umboð Suðurnesjabæjar á aðalfundinum.

10.Aðalskipulag Suðurnesjabæjar

1807035

Samkeppnislýsing um hugmyndasamkeppni við mótun aðalskipulags.
Dómnefnd hefur yfirfarið samkeppnislýsinguna og gerir tillögu um breytingar sem skerpa á áherslum og hefur orðalag verið lagfært. Ekki eru lagðar til stórar efnislegar breytingar á samkeppnislýsingunni.
Samkeppnislýsingin samþykkt með áorðnum breytingum.

11.Þjónustusamningur: fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar

1806408

Drög að þjónustusamningi, sem gildi út skólaárið 2019-2020.
Drög að þjónustusamningi samþykkt, bæjarstjóra falið að undirrita samninginn.

12.Sandgerðishöfn - Suðurgarður

1806557

Útboð - steypt þekja.
Samþykkt að farið verði að tillögu Vegagerðarinnar um að lægsta tilboði í verkið verði tekið. Málinu vísað til kynningar í Hafnarráði.

13.Hafnarráð - 6

1905019F

Fundur dags. 06.06.2019.
Fundargerðin lögð fram.

14.Kalka sorpeyðingarstöð fundargerðir 2019

1901063

504. fundur stjórnar dags. 04.06.2019.
Fundargerðin lögð fram.
Bæjarráð tekur undir þakkir stjórnar Kölku til fráfarandi framkvæmdastjóra við starfslok hans.

15.Reykjanes jarðvangur fundargerðir 2019

1902041

52. fundur stjórnar dags. 07.06.2019.
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Getum við bætt efni síðunnar?