Fara í efni

Bæjarráð

119. fundur 10. maí 2023 kl. 14:30 - 16:25 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Greining á möguleikum varðandi fyrirkomulag og starfsemi leikskóla - trúnaðarmál

2304036

Minnisblað.
Jón Ben Einarsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að leggja fyrir næsta fund bæjarráðs tillögu um fjámögnun og útfærslu út frá efni minnisblaðs.



2.Fjárfestingar og eftirlit með framvindu

2002031

Yfirlit yfir framvindu fjárfestinga janúar til mars 2023.
Elísabet Þórarinsdóttir fjámálastjóri og Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

3.Stafræn smiðja á Suðurnesjum Fab-Lab

2210070

Minnisblað til bæjarstjórna á Suðurnesjum um rekstur Fab Lab á Suðurnesjum.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær taki þátt í verkefninu.

4.Erindi frá Knattspyrnufélaginu Víði um vallarmál í Suðurnesjabæ

2305018

Erindi frá Knattspyrnufélaginu Víði vegna vallarmála í Suðurnesjabæ, þar sem fram kemur m.a. að félagið leggst ekki gegn því að gervigras verði lagt á aðalvöll félagsins.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að lagt verði mat á kostnað og útfærslu á því að lagt verði gervigras á aðalvöll Víðis eins og kemur fram í erindinu en þessi kostur var ekki meðal valkosta sem lagt var mat á í skýrslu Verkís um valkosti uppbyggingar gervigrasvallar í Suðurnesjabæ.

5.Erindi frá Knattspyrnufélaginu Reyni varðandi gervigrasvöll en félagið hefur lagt til að gervigras verði lagt á aðalvöll félagsins.

2305020

Erindi frá Knattspyrnufélaginu Reyni varðandi gervigrasvöll.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að lagt verði mat á kostnað og útfærslu á því að lagt verði gervigras á aðalvöll Reynis en fjallað var um þennan kost í skýrslu Verkís um vakosti uppbyggingar gervigrasvallar í Suðurnesjabæ.

6.Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

2305019

Fyrir liggur uppsagnarbréf frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að auglýsa stöðu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.

Fundi slitið - kl. 16:25.

Getum við bætt efni síðunnar?