Fara í efni

Bæjarráð

118. fundur 26. apríl 2023 kl. 14:30 - 15:55 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Greining á möguleikum varðandi fyrirkomulag og starfsemi leikskóla - trúnaðarmál

2304036

Framhaldsumræður frá 117. fundi bæjarráðs, dags.19. apríl.
Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Jón Ben Einarsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:

Mál í vinnslu.

2.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda 2023

2301090

Styrkbeiðni frá Golfklúbbi Suðurnesja.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að veita Golfklúbbi Suðurnesja styrk að fjárhæð 183.128 kr., til greiðslu fasteignaskatts, fyrir árið 2023. Fjárheimild er í fjárhagsáætlun 2023.

3.Fjárhagsáætlun 2024-2027

2303087

Drög að tímaáætlun vegna vinnu við frjárhagsáætlun 2024.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

4.Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurnesja

2304044

Boð á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurnesja sem fram fer 16. maí.
Afgreiðsla:

Lagt fram og bæjarstjóra falið að sækja fundinn.

5.Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja 2023

2304034

Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og deildarstjóra umhverfismála.
Afgreiðsla:


Samþykkt samhljóða að gjaldskrá fyrir garðslátt eldri borgara og öryrkja fyrir árið 2023 verði 3000 kr. skiptið með þeim möguleika að hver og einn geti sótt um garðslátt í allt að tvö til þrjú skipti eftir samkomulagi og eftir stöðu mannafla hjá sveitarfélaginu.

Fundi slitið - kl. 15:55.

Getum við bætt efni síðunnar?