Fara í efni

Bæjarráð

114. fundur 22. febrúar 2023 kl. 14:30 - 16:30 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Landamál - Sandgerðisjörð, eignarhald

1903072

Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs, ásamt tillögu að samkomulagi um lagfæringar á skráningu á grunneignarrétti lóða.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að undirrita samkomulag um lagfæringar á skráningu grunneignarrétti lóða.

2.Húsnæði og leiguhúsnæði í Suðurnesjabæ

2011102

Drög að greinargerð frá verkefnishópi um húsnæði í eigu Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

3.Þátttaka barna í íþróttum

2209040

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs og deildarstjóra frístundadeildar um framtíðarsýn íþróttamála í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að ráðist verði í vinnu við framtíðarsýn íþróttamála eins og lagt er til í verkefnisáætlun. Endanleg útfærsla á verkefninu verði lögð fyrir bæjarráð til kynningar.

4.Samstarfssamningar félagasamtök

1901039

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs og deildarstjóra frístundadeildar varðandi samstarfssamninga við íþróttafélög.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að láta vinna málið áfram.

5.Nátthagi-ályktun íbúa

2212059

Minnisblað bæjarstjóra varðandi skráningu lögheimilis í frístundahús, þar sem fram kemur m.a. að Þjóðskrá samþykki ekki skrásetningu lögheimilis í tiltekin hús í frístundabyggð.
Afgreiðsla:

Samkvæmt því áliti sem liggur fyrir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga samþykkir Þjóðskrá ekki skrásetningu lögheimilis í tiltekin hús í frístundabyggð og ekki eru þekkt dæmi um að reynt hafi á skráningu lögheimilis í frístundabyggð með tilstuðlan og samþykki sveitarfélags.

6.Sýslumaðurinn á Suðurnesjum umsókn um tækifærisleyfi - ósk um umsögn

1902008

Erindi frá sýslumanni, ósk um umsögn vegna umsóknar Knattspyrnufélagsins Reynis um tímabundið leyfi til áfengisveitinga vegna konu-og herrakvölda í Samkomuhúsinu í Sandgerði 10.-12.mars 2023.
Afgreiðsla:

Með vísan til 17. gr. laga nr. 85/2007 samþykkir bæjarráð eftirfarandi:
1.a Starfsemin sem umsókn varðar er í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála.
1.b Lokaúttekt hefur farið fram á húsnæðinu.
1.c Afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

7.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda 2023

2301090

Erindi frá Kiwanisklúbbnum Hof og Lionsklúbbi Sandgerðis, ósk um styrk til greiðslu fasteignagjalda 2023.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að veita Kiwanisklúbbnum Hof styrk að fjárhæð kr. 520.905 og Lionsklúbbi Sandgerðis styrk að fjárhæð kr. 34.440 til greiðslu fasteignaskatts. Fjárheimild er í fjárhagsáætlun 2023.

8.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga

2002064

Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga verður 31.03.2023, erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga með auglýsingu eftir framboðum í stjórn.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

9.Framtíðarsjóður Sveitarfélagsins Garðs

2301066

Fjárfestingastefna framtíðarsjóðs, gögn frá Landsbanka.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni síðunnar?