Fara í efni

Bæjarráð

24. fundur 29. maí 2019 kl. 15:00 - 17:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Laufey Erlendsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2019 - viðaukar

1901025

a) Viðauki 7 - Ksd. Reynis
b) Viðauki 8 - Sandgerðisskóli.
Afgreiðsla:

Viðauki 8 samþykktur samhljóða.
Viðauki 7 samþykktur með atkvæðum J- og D- lista. Fulltrúi H-lista situr hjá.

2.Gerðaskóli - húsnæðismál

1809079

Greinargerð stýrihóps um húsnæðismál Gerðaskóla dags. 24. maí 2019.
Afgreiðsla:

Samþykkt að unnið verði að húsnæðismálum skólans í samræmi við tillögur stýrihópsins meðal annars um lausnir varðandi kennsluaðstöðu næsta skólaár. Nánari útfærslur um breytingar innan skólans verði unnar af stýrihópnum.

3.Langtíma búsetuúrræði fyrir ungmenni

1810093

Greinargerð frá fjölskyldusviði.
Afgreiðsla:

Erindið samþykkt og bæjarstjóra falið að leggja fyrir bæjarráð tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna málsins.

4.Þróun lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar

1806379

Drög að viljayfirlýsingu um samstarf um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir drögin og bæjarstjóra falið að undirrita yfirlýsinguna.

5.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda

1902033

Erindi frá Lionsklúbbi Sandgerðis.
Afgreiðsla:

Erindið samþykkt með tilvísun í reglur um styrki til félagasamtaka til greiðslu fasteignagjalda.

6.Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin

1902004

Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um samstarfsvettvang sveitarfélaga um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sjálfbæra þróun.
Afgreiðsla:

Samþykkt að Suðurnesjabær taki þátt í samstarfsvettvangnum. Laufey Erlendsdóttir og Bergný Jóna Sævarsdóttir tilnefndar sem tengiliðir um verkefnið.

7.Suðurnes-samstarf um heimsmarkmið SÞ

1902040

Samstarf á Suðurnesjum um heimsmarkmið SÞ, fundarboð og gögn.
Afgreiðsla:

Samþykkt að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu. Samþykkt að taka þátt í kostnaðarskiptingu við verkefnið, sbr. áætlun.

8.Sorpeyðingarstöð Suðurnesja og Sorpa staða á sameiningarhugmyndum

1806442

Yfirlýsing frá fyrrverandi stjórn Kölku og framkvæmdastjóra.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

9.Garðskagi ehf - fundarboð aðalfundar 2019

1905072

Aðalfundarboð 7. júní 2019.
Afgreiðsla:

Samþykkt að bæjarstjóri fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

10.Innkaupareglur

1806800

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt að fela bæjarstjóra, ásamt sviðsstjórum og fjármálastjóra að vinna áfram að málinu samkvæmt tillögum í minnisblaðinu.

11.Innheimta: Innheimtuþjónusta fyrir nýtt sveitarfélag

1807086

Á 3. fundi bæjarráðs, 25. júlí 2018, var bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að semja við þann þjónustuaðila sem þjónustað getur sveitarfélagið í heild sinni sem best.
Fyrir liggur minnisblað með tillögu frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Tillaga sviðsstjóra um samning við Motus samþykkt.

12.Bjarg Húsnæði stofnframlag

1806474

Fyrir liggur sundurliðun á stofnframlagi Suðurnesjabæjar vegna byggingu 11 íbúða á vegum Bjargs íbúðafélags í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:

Samþykkt að Suðurnesjabær leggi til stofnframlag samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum. Jafnframt að gert verði ráð fyrir að tvær íbúðir verði til ráðstöfunar fyrir sveitarfélagið sem félagslegt leiguhúsnæði.

13.Inntökureglur leikskóla - Suðurnesjabær

1904037

Drög að inntökureglum.
Afgreiðsla:

Málið tekið til umfjöllunar og vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

14.Kef Apartments - umsókn um rekstarleyfi gististaða í flokki II

1905076

Umsögn um umsókn um rekstrarleyfi.
Afgreiðsla:

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að umbeðið leyfi verði veitt.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni síðunnar?