Fara í efni

Bæjarráð

113. fundur 08. febrúar 2023 kl. 14:30 - 17:12 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Einar Jón Pálsson varamaður
  • Laufey Erlendsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Jafnlaunavottun

2211098

Drög að jafnlaunastefnu og launastefnu Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:

Haukur Þór Arnarson, mannauðsstjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Jafnlaunastefna og launastefna Suðurnesjabæjar samþykktar samhljóða.

2.Jafnréttisáætlun

2302013

Drög að jafnréttisáætlun Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:

Haukur Þór Arnarson, mannauðsstjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Mannauðsstjóra falið að vinna áfram að jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun Suðurnesjabæjar.

3.Fjárhagsáætlun 2023-2026

2206013

Minnisblað frá mannauðsstjóra vegna óska um stöðugildi frá forstöðumönnum í starfsáætlunum ársins 2023.
Afgreiðsla:

Haukur Þór Arnarson, mannauðsstjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Tillögur mannauðsstjóra samþykktar samhljóða og mannauðsstjóra falið að vinna úr málinu.

4.Stefnumótun um dagvistun barna í Suðurnesjabæ

2211013

Lögð fram áfangaskýrsla nr. 2 dags. 25.01.2023 frá stýrihópi um stefnumótun um dagvistun barna í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

5.Forkaupsréttur fiskiskipa

1903011

Erindi varðandi sölu fiskiskipsins Rokkarinn GK016, sem selst án allra veiðiheimilda. Suðurnesjabæ er boðið að neyta forkaupsréttar skv. 3. mgr. 12. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006.

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær fellur frá forkaupsrétti á fiskiskipinu Rokkarinn GK016.

6.Könnun á viðhorfi íbúa

1910006

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs ásamt fylgigögnum, um niðurstöður árlegrar könnunar á vegum Gallup um viðhorf íbúa til þjónustu sveitarfélagsins og búsetu.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

7.Gjaldskrá íþróttamiðstöðva - salarleiga

2302012

Minnisblað frá sviðsstjóra stjornsýslusviðs, fjármálastjóra og forstöðumanni íþróttahúsa.
Afgreiðsla:

Tillaga um gjaldskrá vegna salaleigu íþróttamiðstöðva samþykkt samhljóða.

8.Framtíðarsjóður Sveitarfélagsins Garðs

2301066

Yfirlit yfir hreyfingar á Framtíðarsjóði 2008-2022
Afgreiðsla:

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leggi fram gögn um fjárfestingarstefnu sjóðsins.

Fundi slitið - kl. 17:12.

Getum við bætt efni síðunnar?