Fara í efni

Bæjarráð

23. fundur 15. maí 2019 kl. 16:00 - 18:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2019 - viðaukar

1901025

Viðauki 6 vegna samninga við félagasamtök.
Afgreiðsla:

Viðauki samþykktur og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

2.Göngustígur milli Garðs og Sandgerðis

1809097

Drög að samningi við Vegagerðina.
Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

3.Vargveiði í Suðurnesjabæ

1904041

Umsóknir um leyfi til refa-og minkaveiða.
Afgreiðsla:

Samþykkt að ráða Pál Þórðarson til veiða á svæðinu frá Djúpavogi að Garðskaga og Eyjólf Magnússon á svæðinu frá Garðskaga að Helguvík með tilvísun í reglur um refa- og minnkaveiði í sveitarfélaginu.

4.Styrkir almennt - 2019

1901049

Ægir Már Baldvinsson, ósk um styrk vegan keppni erlendis.
Afgreiðsla:

Samþykkt að veita Ægi Má styrk að fjárhæð kr. 50.000 vegna þátttöku hans á norðurlandamóti í judo í Finnlandi. Bæjarráð óskar Ægi Má velfarnaðar í mótinu.

5.Garðsláttur fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja.

1905032

Minnisblað frá frístunda-og forvarnafulltrúa og verkefnastjóra umhverfissviðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt að ellilífeyrisþegum og öryrkjum standi til boða garðsláttur einkalóða á tímabilinu júní og júlí samkvæmt tillögu í minnisblaði. Gjald fyrir hvern slátt verði kr. 1.500.

6.Trúnaðarlæknir

1903029

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra um trúnaðarlækni sem kemur fram í minnisblaðinu og að samið verði við Heilsuvernd ehf um þjónustu.

7.Fasteignafélagið Sunnubraut 4

1904060

Ársreikningar 2017 og 2018, fundargerð aðalfundar 30.04.2019.
Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar.

8.Lagardére travel retail ehf - umsókn um rekstrarleyfi veitingastaðar í flokki III

1905022

Umsögn um umsókn um rekstrarleyfi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Afgreiðsla:

Bæjarráð gerir ekki athugasemd um að umbeðið leyfi verði veitt.

9.Guðmundur Magnússon - ósk um vinnuaðstöðu

1810122

Erindi dags. 28.04.2019, ósk um vinnuaðstöðu.
Afgreiðsla:

Bæjarráð telur að tiltekið húsnæði sem sótt er eftir komi ekki til greina og hafnar því erindinu.

10.Guðni á trukknum heimildamynd

1810056

Erindi frá Guðmundi Magnússyni dags. 10.05.2019.
Afgreiðsla:

Bæjarráð telur ekki rétt að veita frekari styrki til verkefnisins en þegar er búið að samþykkja.

11.Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur

1905020

Erindi dags. 7. maí 2019.
Afgreiðsla:

Bæjarráð þakkar fyrir erindið sem er til kynningar á starfsemi félagsins. Formanni bæjarráðs og bæjarstjóra falið að eiga viðræður við félagið um samstarfssamning.

12.Norræna félagið í Suðurnesjabæ

1905021

Erindi dags. 7. maí 2019.
Afgreiðsla:

Bæjarráð þakkar fyrir erindið sem er til kynningar á starfsemi félagsins. Formanni bæjarráðs og bæjarstjóra falið að eiga viðræður við félagið um samstarfssamning.

13.Öldungaráð Suðurnesja-fundargerðir 2019

1901053

Fundur stjórnar dags.06.05.2019.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?