Fara í efni

Bæjarráð

110. fundur 14. desember 2022 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Málaflokkur fylgdarlausra barna

2010012

Erindi frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs og deildarstjóra félagsþjónustu.
Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og María Rós Skúladóttir, deildarstjóri félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:

Bæjarráð leggur fram eftirfarandi bókun:

Mál fylgdarlausra barna, útlendinga í neyð og mál þar sem grunur leikur á mannsali sem upp koma í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafa hingað til verið á ábyrgð barnaverndarþjónustu Suðurnesjabæjar, áður Sandgerðisbæjar, þar sem Flugstöð Leifs Eiríkssonar er í Suðurnesjabæ. Barnaverndarþjónusta sveitarfélagsins tekur við tilkynningum vegna fylgdarlausra barna og byggir málavinnslan m.a. á lögum um útlendinga nr. 80/2016 og barnaverndarlögum nr. 80/2002. Þessu mikilvæga samfélaglega verkefni hefur sveitarfélagið sinnt af alúð og metnaði síðustu áratugi og hefur mikil sérþekking skapast í kjölfarið hjá sveitarfélaginu.

Nú eru 32 fylgdarlaus börn í umsjá barnaverndarþjónustu Suðurnesjabæjar og innviðir komnir yfir þolmörk hvað varðar þjónustuna við börnin og búsetuúrræði. Áætlað er að 1-3 fylgdarlaus börn komi til landsins á tíu daga fresti næstu misseri og ríkir ákveðið neyðarástand. Sveitarfélagið hefur ítrekað komið því á framfæri við Mennta- og barnamálaráðuneytið að það geti ekki tekið við fleiri fylgdarlausum börnum að óbreyttu.

Suðurnesjabær skorast ekki undan því að sinna verkefninu áfram og vill sinna því með hagsmuni fylgdarlausra barna að leiðarljósi. Ríkið verður hins vegar að standa undir sinni ábyrgð í málinu með því að móta skýra stefnu og standa straum að kostnaði aukinna stöðugilda í barnavernd Suðurnesjabæjar þannig að hægt sá að tryggja þá þjónustu sem ríkinu ber að veita.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir með ráðherra um stöðu málaflokksins í samræmi við ofangreint.

2.Stuðningsþjónusta

1909037

Reglur um íbúðir aldraðra.
Afgreiðsla:

Málið lagt fram og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs falið að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum.

3.Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar

2204038

Viðauki 6 vegna ýmissa deilda.
Samþykkt samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að staðfesta viðauka 6 að upphæð 56.230.0000 vegna ýmissa deilda.

4.Rekstraryfirlit 2022

2204043

Rekstraryfirlit janúar til nóvember 2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

5.Fjárhagsáætlun 2023-2026

2206013

Yfirlit yfir afslætti og styrki.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

6.Stafræn smiðja á Suðurnesjum Fab-Lab

2210070

Minnisblað til ráðherra og bæjarstjórna á Suðurnesjum.
Afgreiðsla:

Bæjarráð lýsir yfir vilja til að taka þátt í verkefninu og felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

7.Skrá yfir störf sem verkfall nær ekki til

2110071

Drög að lista yfir störf sem undanþegin eru verkfallsheimild.
Afgreiðsla:

Listi um störf Suðurnesjabæjar sem undanþegin eru verkfallsboðun samþykktur samhljóða.

8.Úrgangsflokkun heimila

2212040

Erindi frá Kölku dags 22. nóvember 2022.
Afgreiðsla:

Tillögur frá Kölku sorpeyðingarstöð Suðurnesja varðandi breytt fyrirkomulag á söfnun úrgangs frá heimilum samþykktar samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?