Fara í efni

Bæjarráð

22. fundur 30. apríl 2019 kl. 15:00 - 18:45 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Ársreikningur 2018

1903077

Drög að ársreikningi 2018.
Afgreiðsla:

Drög að ársreikningi til umræðu. Samþykkt að vísa ársreikningi til fyrri umræðu í bæjarstjórn

2.Fjárhagsáætlun 2019 - viðaukar

1901025

Viðauki 5, Tónlistarskólinn Sandgerði.
Afgreiðsla:

Viðauki samþykktur og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

3.Aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags: Endurskoðun

1807035

Á 10. fundi Framkvæmda-og skipulagsráðs var fjallað um drög að samkeppnislýsingu ásamt uppfærðri tímalínu. Framkvæmda-og skipulagsráð samþykkti fyrirliggjandi drög og vísar þeim til lokayfirferðar hjá dómnefnd. Jafnframt lagði ráðið til að bæjarráð/bæjarstjórn skipi dómnefnd í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir drög að samkeppnislýsingu með ábendingum sem fram hafa komið. Samþykkt að fulltrúar bæjarstjórnar í dómnefnd verði Einar Jón Pálsson, formaður dómnefndar, Fríða Stefánsdóttir og Pálmi Steinar Guðmundsson. Fagaðilar í dómnefnd eru Haraldur Sigurðsson, skipulagsfræðingur, Anna María Bogadóttir, arkitekt og menningarfræðingur og Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði og skipulagsráðgjafi. Þannig verði fulltrúum í dómnefnd fjölgað úr fimm aðilum í sex.

4.Póstnúmer Suðurnesjabæjar

1904023

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt að leitað verði eftir því að póstnúmer sem tilheyra Sandgerði og Garði annars vegar og atvinnusvæði í Suðurnesjabæ við Keflavíkurflugvöll hins vegar verði undir nafni Suðurnesjabæjar.

5.Þróun lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar

1806379

Drög að viljayfirlýsingu.
Afgreiðsla:

Lagt fram og bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

6.Sorpeyðingarstöð Suðurnesja og Sorpa staða á sameiningarhugmyndum

1806442

Mat á fýsileika sameiningar Kölku og Sorpu, Sperora apríl 2019.
Afgreiðsla:

Lagt fram og bæjarstjóra falið að vinna að kynningarfundi um skýrsluna.

7.Aðalfundur Kölku sorpeyðingarstöðvar - fundarboð

1904070

Aðalfundur Kölku sorpeyðingarstöðvar sf 9. maí 2019.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

8.Gerðaskóli - húsnæðismál

1809079

Minnisblað frá stýrihópi um húsnæðismál Gerðaskóla.
Afgreiðsla:

Minnisblað lagt fram og samþykkt að stýrihópurinn vinni málið áfram.

9.Vinnuskólinn 2019

1902089

Minnisblað frá frístunda-og forvarnafulltrúa um laun í vinnuskóla Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:

Framlögð launatafla fyrir vinnuskóla 2019 samþykkt.

10.Vínbúð í Suðurnesjabæ

1903013

Erindi frá ÁTVR dags. 04.03.2019.
Afgreiðsla:

Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja erindið.

11.Lög og reglugerðir til umsagnar

1902075

Drög að frumvarpi til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

12.Ósk um Leyfi fyrir Hjólreiðakeppni

1904061

Fyrir liggur erindi frá Þríþrautadeild UMFN, þar sem óskað er eftir leyfi sveitarfélagsins vegna árlegs hjólreiðamóts (Reykjanesmótið) þann 5. maí 2019. Jafnframt liggur fyrir staðfest leyfi bæjarstjóra.
Afgreiðla:

Lagt fram.

13.Styrkir almennt - 2019

1901049

Erindi frá Knattspyrnudeild Knattspyrnufélagsins Reyni.
Afgreiðsla:

Meirihluti bæjarráðs, D-lista og J-lista, samþykkir að styrkja verkefnið til að ýta Vertíðarlokum úr vör. Fulltrúi H-lista situr hjá. Bæjarstjóra falið að gera samning við Knattspyrnudeild Knattspyrnufélagsins Reyni.

14.Heimsókn Halfdan Svartes Guttekor frá Noregi

1904080

Erindi frá Söngsveitinni Víkingum og Norræna félaginu í Suðurnesjabæ með ósk um móttöku vegna komu karlakórs frá vinabænum Jevnaker í Noregi.
Afgreiðsla:

Samþykkt að standa fyrir móttöku kórsins í samráði við Söngsveitina Víkingana og Norrænafélagið í Suðurnesjabæ. Bæjarstjóra og formanni bæjarráðs falið samstarf við aðila máls um útfærslu á móttöku.

15.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - Skagagarðurinn

1810120

Rökstuðningur fyrir synjun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á styrk til Suðurnesjabæjar vegna Skagagarðsins.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

16.Fjölbrautaskóli Suðurnesja - stækkun

1904010

Samningur um stækkun húsnæðis Fjölbrautarskóla Suðurnesja.
Afgreiðsla:

Bæjarráð staðfestir samninginn.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?