Fara í efni

Bæjarráð

105. fundur 11. október 2022 kl. 14:30 - 17:05 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Sólborg - Úttekt á loftgæðum og innivist

2209054

Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
Jón Ben Einarsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Sigurður Hilmar Ólafsson, verkefnastjóri, Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Bryndís Guðmundsdóttir, deildarstjóri fræðslumála sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða kaup á gámaeiningum og uppsetningu þeirra, kr. 29.060.640 eins og lagt er til í minnisblaði og viðauki vegna verkefnisins verði lagður fram sem fyrst.
Bæjarráð þakkar skjót viðbrögð skipulags- og umhverfissviðs, fjölskyldusviðs og starfsmanna leikskólans í vinnslu við málið og leggur áherslu á að málið verði unnið hratt og örugglega.

2.Stytting vinnuvikunnar

2009066

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs og deildarstjóra fræðslumála.
Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Bryndís Guðmundsdóttir, deildarstjóri fræðslumála sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir framkomnar tillögur um styttingu vinnuvikunnar í grunnskólum Suðurnesjabæjar sem tilraunaverkefni til eins árs. Bæjarráð telur að skoða verði hvort skerðing á starfsdögum sem lagt er til komi niður á undirbúningi og eflingu skólastarfs áður en framtíðarskipulag styttingar vinnuvikunnar verður ákveðið.
Bæjarráð leggur til við deildarstjóra fræðslumála að skoðað verði hvort aukin samræming skóladagatala leik- og grunnskóla sé ekki möguleg fyrir næsta skólaár.

3.Fjárhagsáætlun 2023-2026

2206013

Forsendur fjárhagsáætlunar, drög að þjónustugjaldská ásamt frekari gögnum.
Elísabet Þórarinsdóttir, fjármálastjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:

Drög að þjónustugjaldskrá lögð fram.

Samþykkt samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að útsvarsprósenta fyrir árið 2023 verði sú sama og á árinu 2022 eða 14,52%.

4.Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar

2204038

Viðauki 5.
Á 104. fundi bæjarráðs var samþykkt samhljóða að veita heimild til að ganga til samninga við KPMG um frekari vinnslu á Vandráði, reiknilíkani fyrir grunnskólanna og lögð verði fyrir bæjarráð tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð 1,6 mkr. vegna kostnaðar við samninginn.
Elísabet Þórarinsdóttir, fjármálastjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að staðfesta viðauka 5 að upphæð 1.6 mkr. vegna vinnu KPMG við reiknilíkan vegna grunnskóla.

5.Samgönguáætlun - sjóvarnir

2210020

Minnisblað frá deildarstjóra umhverfismála.
Einar Friðrik Brynjarsson, deildarstjóri umhverfismála, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:

Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að tryggja sjóvarnir í Suðurnesjabæ líkt og lög nr. 28/1997 um sjóvarnir kveða á um en í 1. gr. laganna segir m.a. að byggð svæði og svæði þar sem til staðar eru dýrmæt mannvirki eða menningarminjar skulu að jafnaði njóta forgangs við gerð sjóvarna. Í núverandi samgönguáætlun er ekkert kveðið á um sjóvarnir í Suðurnesjabæ þrátt fyrir þá ógn og hættu sem byggð getur og hefur stafað af er snýr af landbroti og sjávarflóðum. Veðurfar síðustu ára hefur sýnt það að byggð í Suðurnesjabæ stafar hætta af ágangi sjávar og því brýn nauðsyn að sinna forvörnum og tryggja fyrirbyggjandi aðgerðir sem fyrst.

6.Ásabraut í Sandgerði - Endurbygging götu

2210033

Minnisblað frá deildarstjóra umhverfismála.
Einar Friðrik Brynjarsson, deildarstjóri umhverfismála, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að vinna eftir minnisblaðinu og vísa frekari fjármögnum verkefnisins til vinnu fjárhagsáætlunar.

7.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

2009054

Umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

8.Fjárlög ríkisins 2023

2210021

Umsögn frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna fjárlaga 2023.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

9.Uppbyggingasjóður Suðurnesja

2010005

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð Suðurnesja.
Afgreiðsla:

Bæjarráð hvetur stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og íbúa Suðurnesjabæjar til að sækja um í sjóðinn.

Fundi slitið - kl. 17:05.

Getum við bætt efni síðunnar?