Fara í efni

Bæjarráð

21. fundur 10. apríl 2019 kl. 15:00 - 18:45 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson formaður
  • Hólmfríður Skarphéðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Daði Bergþórsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Ársreikningur 2018

1903077

Afgreiðsla:

Samþykkt að reglubundinn fundur bæjarráðs sem á að halda 24. apríl n.k færist yfir á þriðjudaginn 30. apríl kl. 15:00 og þá verði lagður fram ársreikningur 2018.

2.Samdráttur á Keflavíkurflugvelli vegna flugfélagsins WOW

1903085

Afgreiðsla:

Umræða um málið.

3.Fjárhagsáætlun 2019 - viðaukar

1901025

Viðauki 4. Með tilvísun í samþykkt 20. fundar bæjarráðs vegna skrifstofu fjölskyldusviðs.
Afgreiðsla:

Viðauki samþykktur og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

4.Tónlistarskóli Sandgerðis, aukið starfshlutfall

1904005

Erindi dags. 01.04.2019.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir erindi skólastjóra um aukið stöðuhlutfall frá hausti 2019 og felur bæjarstjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun vegna málsins. Bæjarráð óskar eftir því að skólastjórar tónlistarskólanna í Suðurnesjabæ komi á fund bæjarráðs til að fara yfir stöðu og starfsemi skólanna.

5.Styrkir almennt - 2019

1901049

a) Á 5. fundi Íþrótta-og tómstundaráðs var lagt til að Taekwondo deild Keflavíkur fái sambærilegan styrk og áður. Með samstarfinu skuldbindi Taekwondo deild Keflavíkur til að kynna starfsemi sína fyrir íbúum Suðurnesjabæjar.
b) Erindi frá knattspyrnufélaginu Týndar stjörnur, beiðni um styrk kr. 40.000.
Afgreiðsla:

Samþykkt að styrkja Taekwondoo deild Keflavíkur um kr. 100.000 í samræmi við tillögu Íþrótta-og tómstundaráðs. Bæjarstjóra falið að láta vinna samning við félagið og leggja fyrir bæjarráð.

Samþykkt að veita knattspyrnufélaginu Týndar stjörnur styrk að fjárhæð kr. 40.000.

6.Heiðarland norður: ýmis gögn og samskipti varðandi stofnun á óskiptu heiðarlandi

1806174

Frá 20. fundi bæjarráðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt að veita sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs heimild til að endurnýja kauptilboð til eigenda hluta í Heiðarlandi norður samkvæmt tillögu sviðsstjóra í minnisblaði.

7.Landamál - Sandgerðisjörð, eignarhald

1903072

Frá 20. fundi bæjarráðs.
Afgreiðsla:

Bæjarráð telur rétt að málið verði unnið skv. tillögu A í minnisblaði frá sviðsstjóra.

8.Leikskólamál

1901013

Frá 20. fundi bæjarráðs.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir að unnið verði eftir þeim tillögum sem fram koma í minnisblaði sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Í því felst að inntökualdur barna í leikskólana Gefnarborg og Sólborg verði samræmdur í 18 mánaða frá og með ágúst 2019 og mótaðar verði nýjar og samræmdar innritunarreglur fyrir leikskóla í Suðurnesjabæ þar sem m.a. verði ákvæði um aðgengi að leikskólum milli hverfa. Þá verði lögð áhersla á að leita leiða til að efla dagforeldraþjónustu í Suðurnesjabæ og horft til þess að húsnæðið Skerjaborg að Stafnesvegi 15 verði nýtt fyrir slíka starfsemi.
Bæjarráð telur rétt að byggður verði nýr leikskóli sem komi í stað leikskólans Sólborgar og svari þörf eftir leikskólaþjónustu í Suðurnesjabæ. Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt sviðsstjóra fjölskyldusviðs og sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs að hefja undirbúning málsins með það að markmiði að hægt verði að taka ákvörðun um framkvæmdir við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2020. Jafnframt telur bæjarráð nauðsynlegt að veitt verði fjármagni til hönnunar og undirbúnings framkvæmdarinnar og felur bæjarstjóra að vinna tillögu þess efnis fyrir næsta fund bæjarrráðs.

9.Búseta fatlaðra með langvarandi stuðningsþarfir

1901069

a) Minnisblað frá fundi með Þroskahjálp.
b) Minnisblað vegna kaupa á húsnæði.
Afgreiðsla:

a) Minnisblaðið lagt fram.

b) Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að húsnæði við Fagurhól verði keypt í samræmi við minnisblað.

10.Starfsmannamál - Heiðarholt

1904016

Minnisblað bæjarstjóra.
Afgreiðsla:

Samþykkt að vinna úr málinu samkvæmt minnisblaði og umræðu bæjarráðs.

11.Fjölskyldusvið veikindi starfsmanna

1904019

Minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

12.Fjölbrautaskóli Suðurnesja - stækkun

1904010

Fyrir liggja drög að samningi sveitarfélaga á Suðurnesjum við Mennta-og menningarmálaráðuneyti um viðbyggingu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Afgreiðsla:

Bæjarráð lýsir ánægju með að gengið hafi verið frá samningi um framkvæmdina. Bæjarstjóra falið að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun vegna hlutdeildar Suðurnesjabæjar í framkvæmdakostnaði.

13.Sýslumaðurinn á Suðurnesjum umsókn um tækifærisleyfi - ósk um umsögn

1902008

Knattspyrnufélagið Reynir vegna Vertíðaloka 11.05.2019.
Afgreiðsla:

Bæjarráð gerir ekki athugasemd um að umbeðið leyfi verði veitt.

14.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - Skagagarðurinn

1810120

Erindi frá Ferðamálastofu dags. 13. mars 2019, þar sem kemur fram að umsókn sveitarfélagsins til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um styrk vegna Skagagarðs hafi verið hafnað. Sveitarfélagið hefur óskað eftir rökstuðningi vegna afgreiðslu málsins.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum yfir því að ekki hafi verið hægt að styrkja uppbyggingu Skagagarðsins og umhverfis hans. Verkefnið er eitt af þeim verkefnum sem eru til þess fallin að fjölga sumarstörfum fyrir námsmenn sem sannanlega er þörf á nú í sumar. Því beinir bæjarráð því til ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarmála að taka til skoðunar og finna leiðir til þess að sveitarfélagið fái þann styrk vegna verkefnisins sem óskað var eftir.

15.Brunavarnir Suðurnesja - samningur um uppgjör lífeyrisskuldbindinga

1904011

Lagður fram samningur Brunavarna Suðurnesja við Brú lífeyrissjóð um uppgjör lífeyrisskuldbindinga.
Afgreiðsla:

Samþykkt að staðfesta samninginn og bæjarstjóra er falið að undirrita samninginn fyrir hönd Suðurnesjabæjar.

16.Lífskjarasamningar 2019-2022

1904015

Yfirlýsing frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í tengslum við gerð kjarasamninga.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

17.Miðnesheiði uppbygging og atvinnuþróun - Aerotropolis

1806379

Drög að viljayfirlýsingu milli fjármálaráðuneytis, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:

Lagt fram og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samstarfi við aðila máls.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?