Fara í efni

Bæjarráð

103. fundur 14. september 2022 kl. 14:30 - 15:50 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Umdæmisráð barnaverndar

2111055

Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Samkvæmt breytingum á barnaverndarlögum nr. 80/2002, sem samþykktar voru af Alþingi í júní 2021, verða breytingar á stjórnsýslu barnaverndar þar sem póllitískt skipaðar barnaverndanefndir verða lagðar af en þess í stað unnið að samþættingu í þjónustu í þágu farsældar barna. Gert er ráð fyrir að sveitarfélög setji á stofn umdæmisráð barnaverndar sem hafi aðkomu að tilteknum ráðstöfunum barnaverndarþjónustu. Umdæmisráð verða skipuð þremur fulltrúum til fimm ára í senn og er nánar kveðið á um þá skipan í lögunum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur orðið niðurstaða að skipuð verði þrjú umdæmisráð barnaverndar á Íslandi, eitt fyrir höfuðborgina, eitt fyrir höfuðborgarsvæðið utan Reykjavíkur og eitt fyrir landsbyggðina.
Lögð voru fram drög að samningi um umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni, ásamt viðauka og erindisbréfi valnefndar sem fær það verkefni að skipa fulltrúa í umdæmisráð. Jafnframt lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs með tillögu um framgang málsins.

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær verði aðili að umdæmisráði barnaverndar. Bæjarstjóra falið að vinna að framgangi málsins og í framhaldi undirrita samning fyrir hönd Suðurnesjabæjar.

2.Fjárhagsáætlun 2023-2026

2206013

Elísabet Þórarinsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Lagt fram minnisblað varðandi gjaldskrá fyrir árið 2023.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

3.Fjárfestingar og eftirlit með framvindu

2002031

Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Lagt fram minnisblað um framkvæmdir við stækkun Gerðaskóla, þar sem m.a. er gerð grein fyrir kostnaði við framkvæmdirnar.

Afgreiðsla:

Bæjarráð leggur áherslu á að farið sé eftir reglum um viðauka við fjárhagsáætlun, þar sem leitað sé eftir auknum fjárheimildum ef útlit er fyrir að samþykktar heimildir standa ekki undir kostnaði.

4.Vindorkuvettfangsferð til Danmerkur

2209035

Erindi frá framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 06.09.2022, þar sem fram kemur m.a. að State of Green og danska sendiráðið á Íslandi í samstarfi við Grænvang, bjóða fulltrúum sveitarfélaga í vettvangsferð til Danmerkur til að kynnast hagnýtingu vindorku og ýmsum hliðum þess.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 15:50.

Getum við bætt efni síðunnar?