Fara í efni

Bæjarráð

102. fundur 24. ágúst 2022 kl. 14:30 - 16:30 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Rekstraryfirlit 2022

2204043

Lagt fram rekstraryfirlit janúar - júlí 2022, ásamt minnisblaði frá fjármálastjóra um innheimtu gjalda.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

2.Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar

2204038

Viðauki 3b vegna fjárfestingaáætlunar og viðauki 4 vegna hagvaxtarauka launa samkvæmt kjarasamningum.
Afgreiðsla:


Samþykkt með tveimur atkvæðum fulltrúa B- og D- lista að staðfesta viðauka 3b. Fulltrúi S- lista sat hjá við afgreiðslu en lagði fram eftirfarandi bókun.

Með þessari tillögu um færslu á fjármunum fjárfestingaverkefna sýnir meirihlutinn í Suðurnesjabæ viljaleysi sitt í verki gagnvart uppbyggingu á gervigrasvelli í sveitarfélaginu. Í þessu máli þarf einfaldlega að taka ákvörðun strax og hefja framkvæmdir í haust svo börn, ungmenni og afreksfólk í Suðurnesjabæ búi við aðstæður sambærilegar því sem er í nágrannasveitarfélögum.

Það er því ekki annað hægt en að sitja hjá við afgreiðslu þessarar tillögu og það geri ég.

Samþykkt samhljóða að staðfesta viðauka 4.

3.Fjárhagsáætlun 2023-2026

2206013

Forsendur fjárhagsáætlunar og sviðsmyndir rekstraráætlunar.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

4.Skólamatur samningur um skólamötuneyti

1808005

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og sviðsstjóra fjölskyldusviðs ásamt drögum að samning við Skólamat.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að ganga frá samningi við Skólamat skv. fyrirliggjandi drögum.

5.Velferðarkennsla í Gerðaskóla

2208044

Lokaskýrsla um verkefnið velferðarkennsla í Gerðaskóla.
Afgreiðsla:

Lagt fram. Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni hversu vel tókst til með verkefnið og að velferðarkennsla verði áfram í Gerðaskóla.

6.Litla Brugghúsið-beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað

2207035

Á 100. fundi bæjarráðs, dags. 27. júlí var máli frestað þar til frekari gögn myndu berast. Fyrir liggja gögn og umsagnir og lokaúttekt á viðkomandi húsnæði hefur farið fram.
Afgreiðsla:

1. Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa, um að starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála.
2. Lokaúttekt á húsnæðinu hefur farið fram.
3. Afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
4. Umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja staðfestir að umrædd starfsemi sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um matvæli.
5. Í umsögn frá Bunavörnum Suðurnesja er staðfest að kröfum um brunavarnir, miðað við þá starfsemi sem fyrirhuguð er, sé fullnægt.

Samkvæmt framangreindu liggja fyrir jákvæðar umsagnir frá öllum umsagnaraðilum og því samþykkir Suðurnesjabær framangreinda umsókn frá Litla Brugghúsinu.7.Fjölskyldu- og velferðarráð - 38

2207013F

Fundur dags. 11.08.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

8.Ungmennaráð - 7

2208006F

Fundur dags. 12.08.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

9.Almannavarnarnefnd Suðurnesja utan Grindavíkur - fundargerðir

1905009

Fundur dags. 05.08.2022.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni síðunnar?