Fara í efni

Bæjarráð

101. fundur 10. ágúst 2022 kl. 14:30 - 16:20 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Jónína Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárfestingar og eftirlit með framvindu

2002031

Yfirlit yfir framvindu fjárfestinga janúar til júní 2022, ásamt minnisblaði frá fjármálastjóra og sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs.
Jón Ben Einarssons sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:

Lagt fram.

2.Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar

2204038

Viðauki 1a vegna breytingar á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að staðfesta viðauka 1a.

3.Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2022

2103078

Minnisblað frá deildarstjóra umhverfismála varðandi endurbætur á lóð leikskólans Sólborgar.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að veita heimild til að ráðast í endurbætur á lóð leikskólans Sólborgar eins og lagt er til í minnisblaði, fjárhæð 8,5 mkr. og verður tillaga lögð fram í bæjarráði um viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins.

4.Göngustígur milli Garðs og Reykjanesbæjar

2207006

á 37. fundi framkvæmda- og skipulagsráðs dags. 4. ágúst var lagt fyrir erindi frá Reykjanesbæ með ósk um afstöðu sveitarfélagsins til fyrirliggjandi gagna og fyrirspurna vegna fyrirhugaðs göngustígs. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að unnið verði að áætlun um lagningu göngu- og hjólreiðastígs milli þéttbýlisins í Garði og Reykjanesbæjar á allra næstu árum í samráði við Reykjanesbæ og Vegagerðina í samræmi við fyrirliggjandi forhönnun og kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir legu stígsins í tillögu að aðalskipulagi sveitarfélagsins sem brátt verður auglýst til kynningar.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að vísa málinu til vinnslu hjá skipulags-og umhverfissviði og til umfjöllunar við vinnslu fjárhagsáætlunar. Jafnframt verði unnin áætlun um uppbyggingu á göngu-og hjólreiðastíg frá Sandgerði og að Rósaselstorgi.

5.Sýslumaðurinn á Suðurnesjum umsókn um tækifærisleyfi - ósk um umsögn

1902008

Erindi frá Sýslumanninum á Suðurnesjum vegna tækifærisleyfis vegna dansleiks á vegum Knattspyrnufélagsins Reyni, dags. 26. júlí 2022.
Afgreiðsla:

Bæjarráð staðfestir að umsókn uppfylli skilyrði skv. liðir a ? c, sbr. 1. tl., 10. gr. laga nr. 85/2007 og samþykkir fyrir sitt leyti að umbeðið leyfi verði veitt.

6.Umsagnarbeiðni - Breyting á gildandi rekstrarleyfi hotel Aurora

2208004

Erindi frá Sýslumanninum á Suðurnesjum dags. 2. ágúst 2022.
Afgreiðsla:

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa.
Starfsemin er í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og hefur lokaúttekt farið fram, nema hvað varðar 2. hæð í matshluta 02.
Afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina, með fyrirvara um að umsagnir annarra umsagnaraðila staðfesti að umsækjandi uppfylli þau skilyrði sem að þeim aðilum snúa.

7.Kosning aðal-og varamanna í nefndir og ráð Suðurnesjabæjar til fjögurra ára

2205101

Kosning varaformanna fastanefnda.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram um varaformenn fastanefnda:

Bæjarráð: Magnús Sigfús Magnússon (D)
Fræðsluráð: Elín Björg Gissurardóttir (D)
Íþrótta-og tómstundaráð: Hulda Ósk Jónsdóttir (B)
Ferða-, safna-og menningarráð: Óskar Helgason (B)
Fjölskyldu-og velferðarráð: Þórsteina Sigurjónsdóttir (D)
Framkvæmda-og skipulagsráð: Gísli Jónatan Pálsson (B)
Hafnarráð: Baldur Matthías Þóroddsson (B)

Afgreiðsla:

Samþykkt með tveimur atkvæðum B- og D-lista. Fulltrúi S-lista situr hjá.

8.Þjóðskrá - Suðurnesjabær lýðfræði 2022

2203016

Lýðfræði og lykiltölur Suðurnesjabæjar - ágúst 2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

9.Framkvæmda- og skipulagsráð - 37

2207005F

Fundur dags.04.08.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 16:20.

Getum við bætt efni síðunnar?