Fara í efni

Bæjarráð

99. fundur 13. júlí 2022 kl. 14:30 - 15:40 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Magnús Sigfús Magnússon varaformaður
  • Úrsúla María Guðjónsdóttir varamaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Jónína Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Ráðning bæjarstjóra

2205094

Lagður fram ráðningarsamningur við Magnús Stefánsson um stöðu bæjarstjóra næstu fjögur ár.
Magnús Stefánsson bæjarstjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Afgreiðsla:

Ráðningarsamningur bæjarstjóra samþykktur með tveimur atkvæðum D- og B- lista. Fulltrúi S-lista sat hjá við afgreiðslu.

2.Rekstraryfirlit 2022

2204043

Lagt fram rekstraryfirlit janúar - júní 2022.
Elísabet Þórarinsdóttir, fjármálastjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

3.Fjárhagsáætlun - lántaka

2207012

Minnisblað fjármálastjóra.
Elísabet Þórarinsdóttir, fjármálastjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að veita heimild til að leita eftir lántöku að fjárhæð allt að 250 mkr. hjá Lánasjóði sveitarfélaga, vegna fjárfestinga ársins samkvæmt fjárhagsáætlun.

4.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga-eftirlit á árinu 2022

2202084

Erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dags. 22. júní 2022 og greinargerð Deloitte varðandi ársreikning 2021.
Elísabet Þórarinsdóttir, fjármálastjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:

Samkvæmt greinargerð Deloitte uppfyllir Suðurnesjabær lögbundin viðmið sem sveitarstjórnarlög kveða á um.

5.Sandgerðishöfn - samgönguáætlun

2206132

Á 16. fundi hafnarráðs 5. júlí 2022 var samþykkt samhljóða að óska eftir framlagi í samgönguáætlun til úrbóta á Suðurgarði.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að staðfesta umsókn um framlag í samgönguáætlun vegna úrbóta á Suðurgarði eins og gerð er grein fyrir í úttekt Vegagerðar á ástandi grjótgarðsins.

6.Ungmennaráð 2021-2022

2104080

Minnisblað frá deildarstjóra frístundadeildar þar sem lagt er til að ungmennaráð haldi sömu skipan og haldi áfram sínum störfum eins og frá var horfið í lok síðasta kjörtímabils.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að ungmennaráð haldi sömu skipan og haldi áfram sínum störfum eins og frá var horfið í lok síðasta kjörtímabil eins og tilgreint er í minnisblaði.

7.Skötumessa

2006052

Erindi dags. 4. júlí 2022 frá Ásmundi Friðrikssyni fh. Skötumessu í Garði, þar sem óskað er eftir afnotum af Miðgarði, sal Gerðaskóla fyrir Skötumessu 20. júlí 2022.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að veita skötumessu gjaldfrjáls afnot af Miðgarði, sal Gerðaskóla, þann 20. júlí 2022.

8.Hafnarráð - 16

2206017F

Fundur dags. 05.07.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

9.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2022

2201080

536. fundur stjórnar dags. 14.06.2022.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 15:40.

Getum við bætt efni síðunnar?