Fara í efni

Bæjarráð

98. fundur 22. júní 2022 kl. 14:30 - 15:40 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Einar Jón Pálsson varamaður
  • Elín Frímannsdóttir varamaður
  • Laufey Erlendsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Siðareglur kjörinna fulltrúa í Suðurnesjabæ

2205093

Drög að siðareglum kjörinna fulltrúa.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að leggja siðareglur kjörinna fulltrúa í Suðurnesjabæ fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu.

2.Íþróttamannvirki

1901070

Minnisblað frá bæjarstjóra, tillögur um vinnsluferli undirbúnings að uppbyggingu gervigrasvallar.
Afgreiðsla:

Lagt fram og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við minnisblaðið.

3.Starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Suðurnesjabæ

2004050

Drög að samþykkt um starfskjör kjörinna fulltrúa.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að samþykkt um starfskjör kjörinna fulltrúa verði lögð fram til afgreiðslu í bæjarstjórn og taki gildi 1. júní 2022.

4.Heilsutengdar forvarnir á Suðurnesjum

2011092

Erindi frá Janus heilsueflingu.
Afgreiðsla:

Lagt fram. Bæjarráð þakkar erindið og tekur jákvætt í að fá kynningu á verkefninu í september.

5.Erindi frá dagforeldrum í Suðurnesjabæ

2206056

Erindi dags. 14.06.2022 varðandi greiðslur til dagforeldra.
Afgreiðsla:

Bæjarráð þakkar erindið. Samþykkt að eiga viðræður við dagforeldra í tengslum við vinnslu fjárhagsáætlunar 2023.

6.Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun 2018-2022

1903067

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs ásamt fylgigögnum.
Afgreiðsla:

Lagt fram og samþykkt að veita heimild til að auglýsa stöðu mannauðsstjóra í samræmi við fjárheimild í fjárhagsáætlun.

7.Viðburðir og menningarmál 2022

2201045

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs vegna bæjarhátíðar í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:


Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:40.

Getum við bætt efni síðunnar?