Fara í efni

Bæjarráð

97. fundur 08. júní 2022 kl. 14:30 - 16:15 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Jónína Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Bergný Jóna Sævarsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar

2204038

Viðauki 2 vegna afleysinga á fjölskyldusviði vegna móttöku vegalausra barna.
Viðauki 3 vegna styrks til Suðurnesjadeildar Rauða kross Íslands.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að vísa viðaukum 2 og 3 til staðfestingar í bæjarstjórn.

2.Fjárhagsáætlun 2023-2026

2206013

Verklag og verkferlar vinnslu fjárhagsáætlunar.
Drög að verk-og tímaáætlun vinnslu fjárhagsáætlunar 2023-2026.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

3.Siðareglur kjörinna fulltrúa í Suðurnesjabæ

2205093

Á 46. fundi bæjarstjórnar dags. 1. júní 2022 var samþykkt samhljóða að bæjarráði verði falið að vinna tillögu um siðareglur sem verði lögð fyrir næsta fund bæjarstjórnar. Lögð fram drög að siðareglum.
Afgreiðsla:

Drög að siðareglum lögð fram og komi til afgreiðslu á 98. fundi bæjarráðs.

4.Íþróttamannvirki

1901070

Gervigrasvöllur í Suðurnesjabæ, greining á staðsetningarkostum. Lokaskýrsla Verkís maí 2022.
Afgreiðsla:

Bæjarráð þakkar vandaða og góða skýrslu. Lagt fram til kynningar og frekari umfjöllunar. Bæjarráð óskar eftir því að á næsta fundi ráðsins verði lögð fram áætlun um vinnsluferil málsins.


5.Reglur um stuðning við leiðbeinendur í grunnskólum Suðurnesjabæjar sem fara í réttindanám

1905056

Á 46. fundi bæjarstjórnar dags. 1. júní 2022 var samþykkt að vísa málinu til bæjarráðs til frekari skoðunar.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir að málið fari til vinnslu á stjórnsýslusviði og verði hluti að vinnu sí- og endurmenntunaráætlunar sveitarfélagsins.

6.Þóknanir í nefndum og ráðum

2004050

Endurskoðun á samþykktum um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að taka saman upplýsingar og vinna tillögu út frá umræðum á fundinum og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

7.Kef íbúðir ehf - Umsókn um breytingu á gildandi rekstrarleyfi - Nátthagi

2205105

Erindi frá sýslumanninum á Suðurnesjum dags. 27.05.2022, ósk um umsögn vegna umsóknar um breytingu á gildandi rekstrarleyfi.
Afgreiðsla:

Bæjarráð gerir ekki athugasemd um að umbeðið leyfi verði veitt enda er afgreiðslutími og staðsetning þess staðar sem umsóknin lýtur að innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

8.Umsókn um rekstrarleyfi til veitingu veitinga í flokki II - Flugstöð Leifs Eiríkssonar - Ölstofa Kormáks & Skjaldar

2205106

Erindi frá sýslumanninum á Suðurnesjum dags. 27.05.2022, ósk um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til veitingu veitinga í flokki II í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Afgreiðsla:

Bæjarráð gerir ekki athugasemd um að umbeðið leyfi verði veitt enda er afgreiðslutími og staðsetning þess staðar sem umsóknin lýtur að innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

9.Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun 2018-2022

1903067

Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um stöðu jafnréttismála og aðgerðaáætlunar ásamt endurskoðun á jafnlaunastefnu.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að sviðsstjóri stjórnsýslusviðs leggi drög að nýrri aðgerðaáætlun fyrir bæjarráð haustið 2022. Endurskoðuð jafnlaunastefna Suðurnesjabæjar samþykkt samhljóða og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

10.Þjónustusamningur um móttöku, aðstoð og þjónustu við flóttafólk

2206017

Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs, um samræmda móttöku flóttafólks.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Getum við bætt efni síðunnar?